Um orð Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 7. júlí 2023 14:01 Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Hinsegin Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun