„Á ekki von á að kalla saman þing“ Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 7. júlí 2023 11:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekar þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að endurskoða fyrirkomulagið hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29