Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 12:19 Stjórnvöld vestanhafs hafa legið yfir ákvörðuninni í nokkurn tíma. Getty/Sean Rayford Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira