Telur rétt að yfirvöld fái auknar heimildir til að tryggja þjóðaröryggi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að frumvarp dómsmálaráðherra um auknar heimildir lögreglu hefði aukið mögulega yfirvalda á því að tryggja þjóðaröryggi. Vísir/Steingrímur Dúi Utanríkisráðherra segir að í ljósi breyttrar stöðu öryggismála sé eðlilegt að umræða fari fram hér á landi um heimildir stjórnvalda til eftirlits í þágu þjóðaröryggis. Þó sé mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira