Twitter hótar lögsókn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 07:39 Elon Musk, eigandi Twitter, segist ekki taka samkeppni illa en að svindl sé ekki í lagi. Getty/Chesnot Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess. Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Í bréfi lögfræðings Twitter til Meta segir að Twitter hafi notfært sér höfundarverk og trúnaðarupplýsingar af ásettu ráði og ráðið tugi fyrrverandi starfsmanna Twitter til starfa við þróun forritsins. „Twitter mun leita réttar síns vegna hugverka sinna og krefst þess að Meta grípi tafarlaust til aðgerða til að hætta að nota viðskiptaleyndarmál eða aðrar trúnaðarupplýsingar,“ segir í bréfinu. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Elon Musk, eigandi Twitter, sagði í færslu á eigin miðli í gær að samkeppni væri í lagi en svindl væri það ekki. Competition is fine, cheating is not— Elon Musk (@elonmusk) July 6, 2023 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Meta Twitter Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Í bréfi lögfræðings Twitter til Meta segir að Twitter hafi notfært sér höfundarverk og trúnaðarupplýsingar af ásettu ráði og ráðið tugi fyrrverandi starfsmanna Twitter til starfa við þróun forritsins. „Twitter mun leita réttar síns vegna hugverka sinna og krefst þess að Meta grípi tafarlaust til aðgerða til að hætta að nota viðskiptaleyndarmál eða aðrar trúnaðarupplýsingar,“ segir í bréfinu. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Elon Musk, eigandi Twitter, sagði í færslu á eigin miðli í gær að samkeppni væri í lagi en svindl væri það ekki. Competition is fine, cheating is not— Elon Musk (@elonmusk) July 6, 2023
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Meta Twitter Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira