Tónlist

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þeir Dagur B. Eggertsson og Justin Trudeau vilja báðir fá Taylor Swift til síns heimalands. Það er spurning hvort þeir eigi eftir að fá einhver viðbrögð við því.
Þeir Dagur B. Eggertsson og Justin Trudeau vilja báðir fá Taylor Swift til síns heimalands. Það er spurning hvort þeir eigi eftir að fá einhver viðbrögð við því. Vísir/Arnar/Anton Brink/SARAH YENESEL

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Taylor Swift greindi frá því í dag að hún væri að bæta við fjórtán nýjum tónleikum við tónleikaferðalagið en aftur varð Ísland ekki fyrir valinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifar til Swift á samfélagsmiðlinum Twitter, og býður hana velkomna til Reykjavíkur.

„Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur vil ég bjóða þig velkomna til borgarinnar minnar,“ segir Dagur. Hann segir að fullkomið sé að stoppa í Reykjavík í lok tónleikaferðalagsins. „Sem borgarstjóri Reykjavíkur mun ég persónulega sjá til þess að þú munir njóta tímans hér. Við myndum elska að sjá þig hérna!“

Dagur er þó ekki sá eini sem er að reyna að fá tónlistarkonuna vinsælu til að koma til síns heimalands. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er einnig að berjast um athygli hennar á Twitter.

„It's me, hi.“ segir Trudeau í upphafi færslunnar og vísar þarmeð í upphafslínu viðlag eins vinsælasta lag Swift þessa stundina, Anti-Hero. Þá segist forsætisráðherran vita að það séu staðir í Kanada sem væru mjög til í að fá hana til sín. Í færslunni vitnar hann einnig í annað lag Swift, Cruel Summer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×