„Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 06:46 Forstjóri Pure North segir byggð hafa breyst hratt í kringum endurvinnsluna undanfarin ár. Vísir Bæjarráð Hveragerðisbæjar harmar upplifun íbúa í Hveragerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lyktmengunar og plastsalla sem sagður er berast frá endurvinnslufyrirtækinu Pure North. Forstjóri endurvinnslunnar segir fyrirtækið eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og leiti sífellt leiða til að bæta starfsemi sína. Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“ Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“
Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira