Lindarhvolsskýrslan birt Jakob Bjarnar og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. júlí 2023 14:29 Lindarhvolsskýrslan er birt á vefsíðu Pírata. Grafík/Hjalti Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. Það er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem er skrifuð fyrir færslunni með skýrslunni. „Undirrituð hefur fengið skýrsluna í hendur og telur almannahagsmuni krefjast þess að hún líti loksins dagsins ljós. Hún birtist því hér með,“ segir í færslunni. „Við vorum að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda Sigurðar Þórðarsonar, eða ég það er að segja stend fyrir því, um Lindarhvolsmálið svokallaða,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm En leynd hefur hvílt yfir þessari greinargerð, hvernig kemur það til að hún sé komin í þínar hendur? „Hún hefur verið ofan í læstri skúffu í forsætisnefnd og í raun hefur það bara verið Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sem hefur staðið í vegi fyrir því að hún sé birt þvert á lögfræðiálit og þvert á vilja annarra nefndarmanna í forsætisnefnd. Ég fékk hana nú bara í hólfið mitt, þessa greinargerð og ákvað að birta hana bara.“ Þú segir mér að þú sért nýbúin að fá hana og sért að gaumgæfa hana og ennþá að lesa? „Já ég hef haft aðgang að þessari skýrslu í dágóðan tíma en undir þeim formerkjum að ég eigi að fara inn í eitthvað læst herbergi á Alþingi þar sem ég má ekki taka með mér nein skrif færi, ég má ekki afrita neitt og ég má ekki segja neinum frá því sem ég les og ég hef ekki verið tilbúin að undirgangast þannig trúnað varðandi þessa skýrslu, enda samþykki ég ekki að það gildi trúnaður um þessa skýrslu. Eins og ég segi þá liggja fyrir tvö lögfræðiálit, eða þrjú reyndar sem segja skylt að birta þessa greinargerð. Og sjálfur hefur Sigurður Þórðarson ætíð litið svo á að það eigi að birta greinargerðina enda sé hún fullunnið og opinbert gagn.“ Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Leyndinni svipt af skýrslu Sigurðar Miklum sögum hefur farið af því að í greinargerðinni sé farið yfir ámælisverð vinnubrögð Lindarhvols og að hún sanni svo ekki verður um villst að eignum almennings hafi verið komið í valdar hendur á vildarvinaverði. Mál Frigusar II á hendur Lindarhvoli og ríkinu gefur einmitt til kynna að svo hafi verið þó sýknað hafi verið í málinu en því hefur verið áfrýjað. Í það minnsta staðfestir málið trú manna á að svona hafi verið í pottinn búið. Sigurður Þórðarson sjálfur hefur bent á að sú leynd hafi tekið á sig mynd sjálfstæðs vandamáls og segi ófagra sögu um það stjórnarfar sem hér ríkir; að það einkennist af leyndarhyggju en ekki gegnsæi. Greinargerð Sigurðar hefur ekki fengist birt og hefur stjórn Lindarhvols, fjármálaráðuneytið, ríkisendurskoðandi og forsetar Alþingis barist á hæl og hnakka gegn því að efni greinargerðarinnar komi fyrir sjónir almennings. Rakst allstaðar á veggi Lindarhvoll ehf. er félag sem stofnað var innan fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar til þess að fara með tugmilljarða króna svonefndar stöðugleikaeignir sem féllu í skaut ríkisins frá slitabúum föllnu bankanna árið 2016 og sölu á þeim. Sigurði var falið að fara yfir störf félagsins sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis Sveins Arasonar þáverandi ríkisendurskoðanda sem er bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Lindarhvols. Rannsókn Sigurðar stóð yfir í tvö ár en þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, var skipaður 2018 lét hann verða eitt sitt fyrsta verk að taka skýrslugerðina úr höndum Sigurðar sem þá var á lokametrunum með athugun sína. Sigurður greip þá til þess að rita greinargerð um málið, til að upplýsa hvers hann hefði orðið áskynja en skýrslugerð hans hafði tafist vegna tregðu til upplýsingagjafar hjá stjórn Lindarhvols ehf. Sigurður segist allstaðar hafa rekist á veggi. Greinargerðina sendi hann til forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður hefur upplýst í samtali við Vísi að hann hafi talið það ígildi þess að um opinbert plagg væri að ræða, þó ekki gæti það talist í verkahring hans að koma því á framfæri. Gögnin ekki fengist birt Allar götur síðan hafa menn reynt að fá greinargerðina birta en án árangurs og hafa þingmenn tekist harkalega á um málið. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur hins vegar staðið staðfastlega gegn því þó forsætisnefnd öll sé honum ósammála þar um. Fyrir liggja margvíslegar beiðnir fjölmiðla um að fá gögnin afhent en án árangurs. Fyrir liggja lögfræðiálit sem ganga út á að birta beri greinargerðina en allt hefur komið fyrir ekki. Árið 2020 gerist það að skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda um Lindarhvol birtist. Og voru margir orðnir langeygir eftir því. En þá bregður svo við að Skúli Eggert sér fátt eitt athugavert við starfsemi Lindarhvols, þvert á móti hafi hún verið með ágætum. Skúli Eggert varaði við því í bréfi til forseta Alþingis árið 2020 að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu ef greinargerð Sigurðar yrði gerð opinber. Hún innihéldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu auk bótaskyldunnar skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Telur sig hafa mátt sæta ávirðingum „Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis,“ ritar Sigurður í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar þessa. Hann sagði í samtali við Vísi að hann kannaðist hreinlega ekki við skýrslu Skúla, þrátt fyrir að hafa rannsakað þetta sama mál í tvö ár; svo ólík væri hún athugunum hans. En þeir sem komu að málinu gáfu ekki þumlung eftir. Núverandi ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason setti fram afgerandi afstöðu til málsins í viðtali á Vísi og reyndar hundskammaði þá sem vildu fá greinargerð Sigurðar gerða opinbera. Um væri að ræða vinnuskjal, drög sem aldrei komst á það stig vinnslu að það lyti verkferlum sem málsmeðferð Ríkisendurskoðunar grundvallist á. Sigurður sjálfur gaf hins vegar lítið fyrir þá skoðun Guðmundar Björgvins í samtali við Vísi og setti reyndar stórt spurningarmerki við alla hans aðkomu. Kaupverði breytt virðismat ekki gert Í skýrslunni er meðal annars fjallað um sölu eignarhluta í Klakka ehf. Virðismat hafi ekki farið fram á eign ríkisins söluna og ríkið hafi aðeins verið um helmingur af raunverulegu virði. Fjallað er um hvernig kaupverð Vörukaupa hf hafi verið lækkað um 20 milljónir, úr 151 milljón í 131 vegna minnisblaðs sem unnið var af Deloitte fyrir kaupandann, félagið Xyzeta. Þá er fjallað um að Lindarhvoll hafi tapað á sölu bréfa í Símanum. Tapið hafi numið 24 milljón krónum. Einnig er fjallað um framkvæmd á samningi við fjármálaráðuneytið um stöðugleikaframlög vegna afléttingar gjaldeyrishafta. Skort hafi á upplýsingagjöf frá Lindarhvoli, slitabúum föllnu bankanna og Seðlabankanum. Tengd skjöl Greinargerd-rikisendurskodandaPDF11.3MBSækja skjal Greinargerd-rikisendurskodanda_leitanlegPDF18.6MBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Píratar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Það er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem er skrifuð fyrir færslunni með skýrslunni. „Undirrituð hefur fengið skýrsluna í hendur og telur almannahagsmuni krefjast þess að hún líti loksins dagsins ljós. Hún birtist því hér með,“ segir í færslunni. „Við vorum að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda Sigurðar Þórðarsonar, eða ég það er að segja stend fyrir því, um Lindarhvolsmálið svokallaða,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm En leynd hefur hvílt yfir þessari greinargerð, hvernig kemur það til að hún sé komin í þínar hendur? „Hún hefur verið ofan í læstri skúffu í forsætisnefnd og í raun hefur það bara verið Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sem hefur staðið í vegi fyrir því að hún sé birt þvert á lögfræðiálit og þvert á vilja annarra nefndarmanna í forsætisnefnd. Ég fékk hana nú bara í hólfið mitt, þessa greinargerð og ákvað að birta hana bara.“ Þú segir mér að þú sért nýbúin að fá hana og sért að gaumgæfa hana og ennþá að lesa? „Já ég hef haft aðgang að þessari skýrslu í dágóðan tíma en undir þeim formerkjum að ég eigi að fara inn í eitthvað læst herbergi á Alþingi þar sem ég má ekki taka með mér nein skrif færi, ég má ekki afrita neitt og ég má ekki segja neinum frá því sem ég les og ég hef ekki verið tilbúin að undirgangast þannig trúnað varðandi þessa skýrslu, enda samþykki ég ekki að það gildi trúnaður um þessa skýrslu. Eins og ég segi þá liggja fyrir tvö lögfræðiálit, eða þrjú reyndar sem segja skylt að birta þessa greinargerð. Og sjálfur hefur Sigurður Þórðarson ætíð litið svo á að það eigi að birta greinargerðina enda sé hún fullunnið og opinbert gagn.“ Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Leyndinni svipt af skýrslu Sigurðar Miklum sögum hefur farið af því að í greinargerðinni sé farið yfir ámælisverð vinnubrögð Lindarhvols og að hún sanni svo ekki verður um villst að eignum almennings hafi verið komið í valdar hendur á vildarvinaverði. Mál Frigusar II á hendur Lindarhvoli og ríkinu gefur einmitt til kynna að svo hafi verið þó sýknað hafi verið í málinu en því hefur verið áfrýjað. Í það minnsta staðfestir málið trú manna á að svona hafi verið í pottinn búið. Sigurður Þórðarson sjálfur hefur bent á að sú leynd hafi tekið á sig mynd sjálfstæðs vandamáls og segi ófagra sögu um það stjórnarfar sem hér ríkir; að það einkennist af leyndarhyggju en ekki gegnsæi. Greinargerð Sigurðar hefur ekki fengist birt og hefur stjórn Lindarhvols, fjármálaráðuneytið, ríkisendurskoðandi og forsetar Alþingis barist á hæl og hnakka gegn því að efni greinargerðarinnar komi fyrir sjónir almennings. Rakst allstaðar á veggi Lindarhvoll ehf. er félag sem stofnað var innan fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar til þess að fara með tugmilljarða króna svonefndar stöðugleikaeignir sem féllu í skaut ríkisins frá slitabúum föllnu bankanna árið 2016 og sölu á þeim. Sigurði var falið að fara yfir störf félagsins sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis Sveins Arasonar þáverandi ríkisendurskoðanda sem er bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Lindarhvols. Rannsókn Sigurðar stóð yfir í tvö ár en þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, var skipaður 2018 lét hann verða eitt sitt fyrsta verk að taka skýrslugerðina úr höndum Sigurðar sem þá var á lokametrunum með athugun sína. Sigurður greip þá til þess að rita greinargerð um málið, til að upplýsa hvers hann hefði orðið áskynja en skýrslugerð hans hafði tafist vegna tregðu til upplýsingagjafar hjá stjórn Lindarhvols ehf. Sigurður segist allstaðar hafa rekist á veggi. Greinargerðina sendi hann til forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður hefur upplýst í samtali við Vísi að hann hafi talið það ígildi þess að um opinbert plagg væri að ræða, þó ekki gæti það talist í verkahring hans að koma því á framfæri. Gögnin ekki fengist birt Allar götur síðan hafa menn reynt að fá greinargerðina birta en án árangurs og hafa þingmenn tekist harkalega á um málið. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur hins vegar staðið staðfastlega gegn því þó forsætisnefnd öll sé honum ósammála þar um. Fyrir liggja margvíslegar beiðnir fjölmiðla um að fá gögnin afhent en án árangurs. Fyrir liggja lögfræðiálit sem ganga út á að birta beri greinargerðina en allt hefur komið fyrir ekki. Árið 2020 gerist það að skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda um Lindarhvol birtist. Og voru margir orðnir langeygir eftir því. En þá bregður svo við að Skúli Eggert sér fátt eitt athugavert við starfsemi Lindarhvols, þvert á móti hafi hún verið með ágætum. Skúli Eggert varaði við því í bréfi til forseta Alþingis árið 2020 að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu ef greinargerð Sigurðar yrði gerð opinber. Hún innihéldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu auk bótaskyldunnar skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Telur sig hafa mátt sæta ávirðingum „Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis,“ ritar Sigurður í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar þessa. Hann sagði í samtali við Vísi að hann kannaðist hreinlega ekki við skýrslu Skúla, þrátt fyrir að hafa rannsakað þetta sama mál í tvö ár; svo ólík væri hún athugunum hans. En þeir sem komu að málinu gáfu ekki þumlung eftir. Núverandi ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason setti fram afgerandi afstöðu til málsins í viðtali á Vísi og reyndar hundskammaði þá sem vildu fá greinargerð Sigurðar gerða opinbera. Um væri að ræða vinnuskjal, drög sem aldrei komst á það stig vinnslu að það lyti verkferlum sem málsmeðferð Ríkisendurskoðunar grundvallist á. Sigurður sjálfur gaf hins vegar lítið fyrir þá skoðun Guðmundar Björgvins í samtali við Vísi og setti reyndar stórt spurningarmerki við alla hans aðkomu. Kaupverði breytt virðismat ekki gert Í skýrslunni er meðal annars fjallað um sölu eignarhluta í Klakka ehf. Virðismat hafi ekki farið fram á eign ríkisins söluna og ríkið hafi aðeins verið um helmingur af raunverulegu virði. Fjallað er um hvernig kaupverð Vörukaupa hf hafi verið lækkað um 20 milljónir, úr 151 milljón í 131 vegna minnisblaðs sem unnið var af Deloitte fyrir kaupandann, félagið Xyzeta. Þá er fjallað um að Lindarhvoll hafi tapað á sölu bréfa í Símanum. Tapið hafi numið 24 milljón krónum. Einnig er fjallað um framkvæmd á samningi við fjármálaráðuneytið um stöðugleikaframlög vegna afléttingar gjaldeyrishafta. Skort hafi á upplýsingagjöf frá Lindarhvoli, slitabúum föllnu bankanna og Seðlabankanum. Tengd skjöl Greinargerd-rikisendurskodandaPDF11.3MBSækja skjal Greinargerd-rikisendurskodanda_leitanlegPDF18.6MBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Píratar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira