„Þær eru ógeðslega skipulagðar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 16:00 Tahnai Annis skoraði sigurmark Þórs/KA gegn Keflavík. VÍSIR/VILHELM Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik. Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann