Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. júlí 2023 10:42 Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar hafa verið þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan 2016. Vísir/RAX Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“ Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Veðurstofa Íslands segir í tilkynningu að líkur séu á vatnavöxtum í Múlakvísl vegna aukins hlutfalls jarðhitavatns í ánni. Þá fylgir því gasmengun við ána sem fylgir jarðhitavatninu. Fyrir neðan má bera Mýrdalsjökul augum úr lofti í myndbandi sem tekið er af Ragnari Axelssyni, RAX, í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að Veðurstofan fylgist vel með stöðunni. Vatnshæð í Múlakvísl og Markarfljóti fari ekki hækkandi. „Þannig líkur á hlaupi úr jöklinum eru litlar eins og staðan er núna, þó það sé alltaf möguleiki. En líklega mun þetta leka hægt og rólega og svo klárast, þó maður sé alltaf varkár þegar það kemur að Mýrdalsjökli.“ Óttast ekki Kötlu í bráð Aukin skjálftavirkni hefur mælst í Kötlu síðustu daga og hófst hrina þar í lok síðasta mánaðar. Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 4,4 þann 30. júní. Áður hafa sérfræðingar Veðurstofunnar sagt jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðustu vikurnar vera þær mestu í Mýrdalsjökli, þar sem Kötlujökul er að finna, síðan haustið 2016.Sé talið að þetta séu merki um jarðhitavirkni á svæðinu en að ekki væri hægt að útiloka kvikuhreyfingar. Bjarki tekur fram að Veðurstofan fylgist vel með en enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að Katla gæti gosið þá og þegar. „Rafleiðnin í Múlakvísl tengist ekki kvikuhreyfingu, heldur er öflugt jarðhitakerfi undir jöklinum sem gerir það að verkum að það rekur jarðhitavatn út í Múlakvísl.“ Bjarki bætir því við að vegfarendur þurfi að fara að öllu með gát í grenndinni. „Þá sérstaklega í dældum og lægðum þar sem gasið getur safnast saman.“
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla RAX Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira