Körfubolti

Nýja NBA-mótið klárast í Las Vegas í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James fagnar sigri með Los Angeles Lakers en hann getur nú unnið nýjan titil á næstu leiktíð.
LeBron James fagnar sigri með Los Angeles Lakers en hann getur nú unnið nýjan titil á næstu leiktíð. Getty/Robert Gauthier

NBA deildin í körfubolta mun kynna nýja keppni á komandi tímabili þar sem öll liðin taka þátt en aðeins fjögur komast alla leið inn á úrslitahelgina.

NBA ætlar að kynna keppnina formlega á laugardagskvöldið kemur en Adrian Wojnarowski, blaðamanni ESPN, tókst að grafa upp einhverjar upplýsingar um keppnina.

Hann segir að keppni hinna fjögurra fræknu [Final Four] muni fara fram í Las Vegas 7. og 9. desember.

Tölfræðin úr keppnini mun telja með í uppgjöri deildarkeppninnar fyrir utan sjálfan úrslitaleikinn.

Keppnin hefst með riðlakeppni þar sem spila öll lið deildarinnar. Riðlarnir verða sex eða þrír úr hvorri deild, Vesturdeild og Austurdeild. Það verður dregið í riðlaana en þó tekið inn í árangur liðanna á tímabilinu á undan þegar kemur að styrkleikaröðun.

Síðan breytist þetta í einskonar bikarkeppni í framhaldinu því í útsláttarkeppninni verður bara einn leikur sem ákveður hvort liðið kemst áfram.

Sex sigurvegarar riðlanna komast áfram í átta liða úrslit ásamt tveimur svokölluðum Wild Card liðum en það verða liðin sem eru með bestan árangurinn í öðru sæti riðlana.

Adam Silver, yfirmaður NBA, hefur barist fyrir slíku aukamóti í mörg ár og hefur tekið fyrirmyndina úr fótboltanum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×