Innlent

Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag

Hólmfríður Gísladóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Loftmynd af eldstöðvunum í Fagradalsfjalli en í nágrenni við fjallið stendur nú yfir öflug jarðskjálftahrina.
Loftmynd af eldstöðvunum í Fagradalsfjalli en í nágrenni við fjallið stendur nú yfir öflug jarðskjálftahrina. Vísir/RAX

Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun.

Meira en tuttugu skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu Vísis frá Fagradalsfjalli og nágrenni, þar sem upptök flestra skjálfta hrinunnar eru.

Skjálftarnir eru enn á svipuðu dýpi og búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×