Kínverski kappaksturinn átti að snúa aftur á þessu tímabili, en vegna óvissu í landinu vegna kórónuveirufaraldursins í upphafi árs var ákveðið að blása kappaksturinn af. Í upphafi þessa árs voru enn strangar samkomutakmarkanir í gildi þar í landi og óeirðir ríktu á götum úti vegna þeirra.
Samkomutakmörkunum hefur þó verið aflétt og því verður hægt að halda kappaksturinn.
Formula One released its 2024 race calendar, which features a return of the Chinese Grand Prix and a few more Saturday races.@mwc13_3 breaks down the 24-race slate — the longest F1 season.https://t.co/xWXIyo7P9j
— The Athletic (@TheAthletic) July 5, 2023
Það verða því alls 24 keppnir á næsta tímabili, sem er met. Á yfirstandandi tímabili áttu einnig að vera 24 keppnir, en hætt var við bæði kínverksa kappaksturinn og ítalska kappaksturinn.
Næsta tímabil hefst í Sádi-Arabíu áður en haldið verður til Barein, en þær keppnir verða haldnar á laugardögum í staðinn fyrir sunnudögum vegna áhrifanna sem þær myndu hafa á íslömsku hátíðina Ramadan.