Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 12:56 Carlos Martin Santos hefur náð sögulegum árangri sem þjálfari Harðar en liðið lék í efstu deild í vetur, í fyrsta sinn í sögunni. vísir/Diego Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. Harðverjar hafa sent inn kvörtun vegna málsins til HSÍ og óskað eftir því að sambandið beiti sér af festu gegn ÍBV, og refsi félaginu. Engu að síður er ljóst að Hörður gaf ÍBV og Carlos leyfi í síðasta mánuði til þess að ræða saman. Það leyfi var svo dregið til baka eftir að í ljós kom að ÍBV vildi ekki greiða Herði fyrir þjálfarann. Kvörtun Harðar byggir á því að samskipti á milli Carlosar og ÍBV hafi þó haldið áfram. Carlos á eitt ár eftir af samningi sínum við Hörð og vildi félagið fá 3,5 milljónir króna fyrir hann, enda ljóst að erfitt og kostnaðarsamt yrði að fylla í skarð hans. Því fer fjarri að ÍBV sé reiðubúið að greiða slíka upphæð að sögn formanns handknattleiksdeildar félagsins. Vill fara frítt en er samningsbundinn Carlos kom til Ísafjarðar fyrir fjórum árum og stýrði liðinu úr 2. deild upp í sjálfa Olís-deildina, þar sem Hörður spilaði í fyrsta sinn síðastliðinn vetur. Liðið féll niður í Grill 66-deildina en árangur Carlosar hefur greinilega vakið athygli Eyjamanna og átti nýr aðalþjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, frumkvæði að því að kanna möguleikann á að fá Spánverjann honum til aðstoðar. „Carlos hefur tilkynnt okkur það að hann vilji fara frítt til ÍBV og við sögðumst ekki vera til í það. Hann væri samningsbundinn út næsta tímabil,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar. „Upphaflega fékk ÍBV leyfi til að tala við Carlos. Fyrir mér var það kristaltært að ef þeir næðu saman þá fylgdi því greiðsla til okkar. Að við værum ekki að senda hann frítt héðan og sitja eftir þjálfaralaus, fimm mínútum fyrir tímabil,“ segir Vigdís Pála. Íslandsmeistarar gera eitt minnsta lið landsins þjálfaralaust korter í undirbúnings tímabil, flottir — Vigdís Pála Halldórsdóttir (@vigdispala) July 4, 2023 Garðar Sigurjónsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir Magnús þjálfara hafa leitað til Harðar og spurt hvort ræða mætti við Carlos. Leyfi hafi verið veitt, eins og Vigdís Pála staðfestir. „Svo allt í einu fáum við þær upplýsingar að hann kosti 3,5 milljón króna. Þá sagði ég bara ekkert mál, við skulum þá sleppa þessu,“ segir Garðar. Segir ÍBV aldrei hafa boðið samning Hann þvertekur fyrir það að Eyjamenn hafi haldið áfram að ræða við Carlos um að koma til ÍBV, eftir að Harðverjar bönnuðu það, og segir að þó að Carlos hafi komið til greina sem aðstoðarþjálfari liðsins þá hafi það mál aldrei farið langt. „Ég hef aldrei boðið honum samning, eða beðið hann um að segja upp sínum samningi, og við erum ekki að fara að bjóða honum samning. Hann hringdi í okkur og vildi fara. Við vorum búnir að fá leyfi til að tala við hann en svo breyttist það,“ segir Garðar. Carlos Martin Santos hefur verið þjálfari Harðar frá 2019 en vill fara til ÍBV.vísir/Diego „Til hvers eru þessir samningar þá?“ Vigdís Pála segir að samkvæmt upplýsingum Harðverja hafi þó viðræður haldið áfram á milli ÍBV og Carlosar, og á því byggir kvörtunin til HSÍ. „Við erum náttúrulega búin að leita til HSÍ en höfum ekkert fengið að heyra þaðan um hvað eigi að gera. Þetta kemur manni bara í opna skjöldu, að það sé hægt að bjóða þjálfara eitthvað og ætlast til þess að fá hann frítt. Þegar við segjum svo nei þá erum við vondi maðurinn. Til hvers eru þessir samningar þá? Þetta var ekki eitthvað sem við vorum neitt að pæla í – að við þyrftum að finna nýjan þjálfara. Þetta setur spurningamerki við allt starfið hjá okkur. Það er flókið að finna þjálfara svona seint. Fyrstu leikmenn áttu að vera að koma hingað eftir tíu daga á undirbúningstímabil. Svörin hjá HSÍ eru að það eigi að reyna að finna tíma til að ræða þetta einhvern tímann. Það er ekki alveg nógu gott fyrir okkur, þegar von er á leikmönnum á næstu dögum og við ekki einu sinni viss um að það verði starf hérna hjá okkur næsta vetur,“ segir Vigdís Pála. Hún segir ljóst að Carlos sé mjög ósáttur með að honum hafi ekki verði hleypt til ÍBV án greiðslu. Það komi hins vegar ekki til greina. Carlos vildi sjálfur ekki ræða við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Handbolti Hörður Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Harðverjar hafa sent inn kvörtun vegna málsins til HSÍ og óskað eftir því að sambandið beiti sér af festu gegn ÍBV, og refsi félaginu. Engu að síður er ljóst að Hörður gaf ÍBV og Carlos leyfi í síðasta mánuði til þess að ræða saman. Það leyfi var svo dregið til baka eftir að í ljós kom að ÍBV vildi ekki greiða Herði fyrir þjálfarann. Kvörtun Harðar byggir á því að samskipti á milli Carlosar og ÍBV hafi þó haldið áfram. Carlos á eitt ár eftir af samningi sínum við Hörð og vildi félagið fá 3,5 milljónir króna fyrir hann, enda ljóst að erfitt og kostnaðarsamt yrði að fylla í skarð hans. Því fer fjarri að ÍBV sé reiðubúið að greiða slíka upphæð að sögn formanns handknattleiksdeildar félagsins. Vill fara frítt en er samningsbundinn Carlos kom til Ísafjarðar fyrir fjórum árum og stýrði liðinu úr 2. deild upp í sjálfa Olís-deildina, þar sem Hörður spilaði í fyrsta sinn síðastliðinn vetur. Liðið féll niður í Grill 66-deildina en árangur Carlosar hefur greinilega vakið athygli Eyjamanna og átti nýr aðalþjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, frumkvæði að því að kanna möguleikann á að fá Spánverjann honum til aðstoðar. „Carlos hefur tilkynnt okkur það að hann vilji fara frítt til ÍBV og við sögðumst ekki vera til í það. Hann væri samningsbundinn út næsta tímabil,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar. „Upphaflega fékk ÍBV leyfi til að tala við Carlos. Fyrir mér var það kristaltært að ef þeir næðu saman þá fylgdi því greiðsla til okkar. Að við værum ekki að senda hann frítt héðan og sitja eftir þjálfaralaus, fimm mínútum fyrir tímabil,“ segir Vigdís Pála. Íslandsmeistarar gera eitt minnsta lið landsins þjálfaralaust korter í undirbúnings tímabil, flottir — Vigdís Pála Halldórsdóttir (@vigdispala) July 4, 2023 Garðar Sigurjónsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir Magnús þjálfara hafa leitað til Harðar og spurt hvort ræða mætti við Carlos. Leyfi hafi verið veitt, eins og Vigdís Pála staðfestir. „Svo allt í einu fáum við þær upplýsingar að hann kosti 3,5 milljón króna. Þá sagði ég bara ekkert mál, við skulum þá sleppa þessu,“ segir Garðar. Segir ÍBV aldrei hafa boðið samning Hann þvertekur fyrir það að Eyjamenn hafi haldið áfram að ræða við Carlos um að koma til ÍBV, eftir að Harðverjar bönnuðu það, og segir að þó að Carlos hafi komið til greina sem aðstoðarþjálfari liðsins þá hafi það mál aldrei farið langt. „Ég hef aldrei boðið honum samning, eða beðið hann um að segja upp sínum samningi, og við erum ekki að fara að bjóða honum samning. Hann hringdi í okkur og vildi fara. Við vorum búnir að fá leyfi til að tala við hann en svo breyttist það,“ segir Garðar. Carlos Martin Santos hefur verið þjálfari Harðar frá 2019 en vill fara til ÍBV.vísir/Diego „Til hvers eru þessir samningar þá?“ Vigdís Pála segir að samkvæmt upplýsingum Harðverja hafi þó viðræður haldið áfram á milli ÍBV og Carlosar, og á því byggir kvörtunin til HSÍ. „Við erum náttúrulega búin að leita til HSÍ en höfum ekkert fengið að heyra þaðan um hvað eigi að gera. Þetta kemur manni bara í opna skjöldu, að það sé hægt að bjóða þjálfara eitthvað og ætlast til þess að fá hann frítt. Þegar við segjum svo nei þá erum við vondi maðurinn. Til hvers eru þessir samningar þá? Þetta var ekki eitthvað sem við vorum neitt að pæla í – að við þyrftum að finna nýjan þjálfara. Þetta setur spurningamerki við allt starfið hjá okkur. Það er flókið að finna þjálfara svona seint. Fyrstu leikmenn áttu að vera að koma hingað eftir tíu daga á undirbúningstímabil. Svörin hjá HSÍ eru að það eigi að reyna að finna tíma til að ræða þetta einhvern tímann. Það er ekki alveg nógu gott fyrir okkur, þegar von er á leikmönnum á næstu dögum og við ekki einu sinni viss um að það verði starf hérna hjá okkur næsta vetur,“ segir Vigdís Pála. Hún segir ljóst að Carlos sé mjög ósáttur með að honum hafi ekki verði hleypt til ÍBV án greiðslu. Það komi hins vegar ekki til greina. Carlos vildi sjálfur ekki ræða við Vísi þegar eftir því var leitað í dag.
Handbolti Hörður Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira