Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 12:02 Magnús Tumi jarðfræðingur sagði á Bylgjunni í morgun að líklega yrði gos nú svipað og fyrri gos. Björn segir „túristagos“ almennt hafa góð áhrif á verðbólguna. „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent