Rætt verður við talsmann Almannavarna en Ríkislögreglustjóri lýsti í morgun yfir óvissustigi vegna ástandsins. Einnig heyrum við í sérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands og heyrum hljóðið í Grindvíkingum sem eru í næsta nágrenni við upptök skjálftanna.
Einnig verður rætt við Ríkisendurskoðanda sem segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt koma í veg fyrir fjölda brota sem voru gerð í útboðsferlinu.
Að auki verður rætt við Óla Björn Kárason þingmann Sjálfstæðisflokksins sem er afar harðorður í garð matvælaráðherra vegna hvalveiðibannsins sem sett var tímabundið á dögunum.