Lífið

Segist ekki ætla að leika pabba Potter

Máni Snær Þorláksson skrifar
Daniel Radcliffe segist ekki vera að reyna að landa hlutverki í nýjum sjónvarpsþáttum um Harry Potter.
Daniel Radcliffe segist ekki vera að reyna að landa hlutverki í nýjum sjónvarpsþáttum um Harry Potter. EPA/ANDY RAIN

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum um galdradrenginn, segir að hann muni ekki leika neitt hlutverk í sjónvarpsþáttum um Harry Potter. Hann segist spenntur að rétta hlutverkið sitt áfram til næsta leikara.

„Eins og ég skil það þá eru þau að reyna mjög mikið að byrja upp á nýtt,“ segir Radcliffe í samtali við ComicBook.com. Um er að ræða sjónvarpsþætti sem streymisveitan Max, sem áður hét HBO Max, og framleiðslufyrirtækið Warner Bros. eru með í pípunum.

Radcliffe segist vera viss um að þau sem eru að búa til þættina vilji gera þá að sínum eigin. „Þau vilja örugglega ekki þurfa að finna út úr því hvernig þau eiga að ná að troða gamla Harry inn í þetta einhvers staðar.“

Þá útskýrir leikarinn að hann væri sjálfur ekki að leitast eftir því að fá hlutverk í þáttunum. „En ég óska þeim, augljóslega, öllum góðs gengis og ég er mjög spenntur að rétta kyndilinn áfram.“

Það sé þó ekki þörf á því að hann geri það með því að leika í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.