Enginn handtekinn eftir að tilkynnt var að einstaklingur kynni að bera skotvopn Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 4. júlí 2023 22:13 Mikill viðbúnaður var í Reykjanesbæ þegar aðgerðin stóð yfir. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í Reykjanesbæ í kvöld þegar grunur lék á því að vopnaður maður væri á ferð í bænum. „Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ sagði í upphaflegri tilkynningu um lögregluaðgerð embættisins. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja óskaði lögregla upphaflega eftir því að sjúkrabíll yrði tiltækur á vettvangi en síðar var slökkviliði tilkynnt að ekki væri lengur þörf á aðstoð þeirra. Að sögn sjónarvotts voru fimm venjulegar lögreglubifreiðar á staðnum auk einnar ómerktrar um tíma á vettvangi. Vill ekki gefa upp hvort um skotvopn hafi verið að ræða Lögreglan tilkynnti svo nálægt 23:00 að ástæða aðgerðanna hafi henni hefði borist upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir klukkan 21:05. Sést hafi til aðila sem kynni að vera vopnaður skotvopni. „Verklag vegna slíkra mála var virkjað sem krafðist þess að lögreglan þurfti að loka af litlum hluta af Reykjanesbæ til að ganga úr skugga um að hvort fyrrnefnt atvik væri rétt. Að lokinni frekari vinnu og upplýsingaöflun á vettvangi lauk aðgerðum lögreglu núna klukkan 22:30. Enginn aðili hefur verið handtekinn vegna málsins,“ segir í tilkynningunni. Sigvaldi Lárusson varðstjóri á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi viljað leita af sér allan grun eftir að tilkynningin barst og sé nú búin að aflétta lokunum á svæðinu. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort umræddur einstaklingur hafi í reynd verið vopnaður skotvopni. Fréttin verður uppfærð. Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ sagði í upphaflegri tilkynningu um lögregluaðgerð embættisins. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja óskaði lögregla upphaflega eftir því að sjúkrabíll yrði tiltækur á vettvangi en síðar var slökkviliði tilkynnt að ekki væri lengur þörf á aðstoð þeirra. Að sögn sjónarvotts voru fimm venjulegar lögreglubifreiðar á staðnum auk einnar ómerktrar um tíma á vettvangi. Vill ekki gefa upp hvort um skotvopn hafi verið að ræða Lögreglan tilkynnti svo nálægt 23:00 að ástæða aðgerðanna hafi henni hefði borist upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir klukkan 21:05. Sést hafi til aðila sem kynni að vera vopnaður skotvopni. „Verklag vegna slíkra mála var virkjað sem krafðist þess að lögreglan þurfti að loka af litlum hluta af Reykjanesbæ til að ganga úr skugga um að hvort fyrrnefnt atvik væri rétt. Að lokinni frekari vinnu og upplýsingaöflun á vettvangi lauk aðgerðum lögreglu núna klukkan 22:30. Enginn aðili hefur verið handtekinn vegna málsins,“ segir í tilkynningunni. Sigvaldi Lárusson varðstjóri á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi viljað leita af sér allan grun eftir að tilkynningin barst og sé nú búin að aflétta lokunum á svæðinu. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort umræddur einstaklingur hafi í reynd verið vopnaður skotvopni. Fréttin verður uppfærð.
Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira