Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2023 23:52 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir. Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir.
Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira