Bankasýslan ekki dregið neinn lærdóm og hyggist ekki axla ábyrgð Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 18:51 Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi. vísir/vilhelm Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni. Byggir Ríkisendurskoðun þessa niðurstöðu á málflutningi fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd sem fram fór 28. júní síðastliðinn. Vegna þessa hefur embættið óskað eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um stöðu mála er varðar tvær tilteknar ábendingar sem settar voru fram í skýrslunni og til hvaða ráðstafana ráðuneytið hafi gripið með það að markmiði að styrkja eftirfylgni með eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Greint er frá þessu á vef embættisins en Ríkisendurskoðun hefur hafið eftirfylgni með stjórnsýsluúttekt þess á bankasölunni. Felur sú eftirfylgni í sér að spyrjast fyrir um stöðu úrbóta hjá þeim aðilum sem ábendingum hefur verið beint til. Gert er ráð fyrir að niðurstaða hennar liggi fyrir í haust. Ekki við Bankasýsluna að sakast Á áðurnefndum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í lok júní sögðu stjórnarmenn Bankasýslunnar meðal annars að það væri ekki við stofnunina að sakast þótt ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Það liggur fyrir sátt þar sem öllu þessu er lýst og það er ekki gerð nein athugasemd við okkar aðkomu að ferlinu. Vandamálið er að sá sem sá um þessa framkvæmd fylgdi ekki reglunum. Þær voru til staðar og nú hefur Fjármálaeftirlitið komist að því að brot hafi verið framin, þannig að kerfið virkar,“ sagði Lárus Blöndal stjórnarformaður þegar hann var spurður að því hvernig brot við framkvæmd sölunnar hefðu farið fram hjá Bankasýslunni. Þá stóð Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, við fyrri yfirlýsingar um að útboðið hafi verið farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar, og bætti við að það væri eitt það farsælasta sem hafi átt sér stað í Evrópu. Þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir að ráðuneytið bregðist sérstaklega við varða annars vegar að öflugur ríkisaðili þurfi að vera til staðar til að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, og hins vegar nauðsyn þess að fyrirbyggja hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki. Seinni ábendingin kemur til í kjölfar þess að Íslandsbanki var sjálfur meðal umsjónaraðila útboðs á hlutum ríkisins í bankanum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, verði lögð niður. Fjölþættir annmarkar sagðir hafa verið á sölunni Að sögn Ríkisendurskoðunar hefur fjármála- og efnahagsráðuneytinu, ásamt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis verið kynnt sú ákvörðun að til standi að fylgja eftir niðurstöðum stjórnsýsluúttektarinnar sem birt var í nóvember í fyrra. Mikill styr hefur staðið um Íslandsbanka síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að meginmarkmið hennar og viðmið um framkvæmd hafi verið á reiki. Þá segir að tilhlýðilegar kröfur hafi ekki verið gerðar til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila. Vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn verið vanmetin við ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð í útboðinu. Eins hafi ekki verið gætt eins vel og mögulegt var að reglum um gagnsæi og hlutlægni. Útfærsla tilboðsfyrirkomulagsins hafi ekki getað tryggt fullt jafnræði þeirra fjárfesta sem því var beint að. Einnig gerði Ríkisendurskoðun athugasemdir við upplýsingagjöf og sagði ekki hægt að fullyrða að salan hafi verið ríkissjóði eins hagkvæm og mögulegt var. Annmarkar söluferlisins voru sagðir fjölþættir og lúta bæði að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Birna Einarsdóttir vék úr stóli bankastjóra Íslandsbanka í kjölfar afgerandi niðurstöðu Fjármálaeftirlits Seðlabankans.Vilhelm Gunnarsson Niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabankans varði ekki Bankasýsluna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur í kjölfar hennar komist að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin við framkvæmd á útboði Íslandsbanka á hlutum í bankanum og náð samkomulagi við hann um að ljúka málinu með 1,2 milljarða króna sekt. Ríkisendurskoðun segir að sáttin varði ekki stjórnsýslu Bankasýslu ríkisins sem framkvæmdaraðila sölunnar þar sem stofnunin falli ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Verða því engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu Bankasýslu ríkisins af hálfu Ríkisendurskoðunar. Þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun vill að fjármála- og efnahagsráðuneytið bregðist við sem hluta af eftirfylgni embættisins Ábending 1: Öflugan ríkisaðila þarf til að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki Tryggja verður að sá ríkisaðili sem lögum samkvæmt fer með sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum búi yfir nauðsynlegum mannauði til að rækja hlutverk sitt, sem og grunnþekkingu á þeirri söluaðferð sem ákveðið er að beita hverju sinni. Þá er brýnt að hann gefi þeim sem ráðnir eru til að annast söluferlið skýr fyrirmæli og leiðbeiningar um framkvæmd þess. Ábending 5: Fyrirbyggja verður hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu Við sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki getur sú tilhögun að viðkomandi fyrirtæki komi með beinum hætti að sölunni (sem umsjónaraðili, söluráðgjafi eða söluaðili) verið til þess fallin að grafa undan vægi lögbundinna sjónarmiða um jafnræði og hlutlægni. Áhætta vegna hagsmunaárekstra eykst sem og orðsporsáhætta ríkisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. 4. desember 2022 11:55 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Byggir Ríkisendurskoðun þessa niðurstöðu á málflutningi fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd sem fram fór 28. júní síðastliðinn. Vegna þessa hefur embættið óskað eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um stöðu mála er varðar tvær tilteknar ábendingar sem settar voru fram í skýrslunni og til hvaða ráðstafana ráðuneytið hafi gripið með það að markmiði að styrkja eftirfylgni með eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Greint er frá þessu á vef embættisins en Ríkisendurskoðun hefur hafið eftirfylgni með stjórnsýsluúttekt þess á bankasölunni. Felur sú eftirfylgni í sér að spyrjast fyrir um stöðu úrbóta hjá þeim aðilum sem ábendingum hefur verið beint til. Gert er ráð fyrir að niðurstaða hennar liggi fyrir í haust. Ekki við Bankasýsluna að sakast Á áðurnefndum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í lok júní sögðu stjórnarmenn Bankasýslunnar meðal annars að það væri ekki við stofnunina að sakast þótt ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Það liggur fyrir sátt þar sem öllu þessu er lýst og það er ekki gerð nein athugasemd við okkar aðkomu að ferlinu. Vandamálið er að sá sem sá um þessa framkvæmd fylgdi ekki reglunum. Þær voru til staðar og nú hefur Fjármálaeftirlitið komist að því að brot hafi verið framin, þannig að kerfið virkar,“ sagði Lárus Blöndal stjórnarformaður þegar hann var spurður að því hvernig brot við framkvæmd sölunnar hefðu farið fram hjá Bankasýslunni. Þá stóð Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, við fyrri yfirlýsingar um að útboðið hafi verið farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar, og bætti við að það væri eitt það farsælasta sem hafi átt sér stað í Evrópu. Þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir að ráðuneytið bregðist sérstaklega við varða annars vegar að öflugur ríkisaðili þurfi að vera til staðar til að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, og hins vegar nauðsyn þess að fyrirbyggja hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki. Seinni ábendingin kemur til í kjölfar þess að Íslandsbanki var sjálfur meðal umsjónaraðila útboðs á hlutum ríkisins í bankanum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, verði lögð niður. Fjölþættir annmarkar sagðir hafa verið á sölunni Að sögn Ríkisendurskoðunar hefur fjármála- og efnahagsráðuneytinu, ásamt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis verið kynnt sú ákvörðun að til standi að fylgja eftir niðurstöðum stjórnsýsluúttektarinnar sem birt var í nóvember í fyrra. Mikill styr hefur staðið um Íslandsbanka síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að meginmarkmið hennar og viðmið um framkvæmd hafi verið á reiki. Þá segir að tilhlýðilegar kröfur hafi ekki verið gerðar til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila. Vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn verið vanmetin við ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð í útboðinu. Eins hafi ekki verið gætt eins vel og mögulegt var að reglum um gagnsæi og hlutlægni. Útfærsla tilboðsfyrirkomulagsins hafi ekki getað tryggt fullt jafnræði þeirra fjárfesta sem því var beint að. Einnig gerði Ríkisendurskoðun athugasemdir við upplýsingagjöf og sagði ekki hægt að fullyrða að salan hafi verið ríkissjóði eins hagkvæm og mögulegt var. Annmarkar söluferlisins voru sagðir fjölþættir og lúta bæði að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Birna Einarsdóttir vék úr stóli bankastjóra Íslandsbanka í kjölfar afgerandi niðurstöðu Fjármálaeftirlits Seðlabankans.Vilhelm Gunnarsson Niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabankans varði ekki Bankasýsluna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur í kjölfar hennar komist að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin við framkvæmd á útboði Íslandsbanka á hlutum í bankanum og náð samkomulagi við hann um að ljúka málinu með 1,2 milljarða króna sekt. Ríkisendurskoðun segir að sáttin varði ekki stjórnsýslu Bankasýslu ríkisins sem framkvæmdaraðila sölunnar þar sem stofnunin falli ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Verða því engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu Bankasýslu ríkisins af hálfu Ríkisendurskoðunar. Þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun vill að fjármála- og efnahagsráðuneytið bregðist við sem hluta af eftirfylgni embættisins Ábending 1: Öflugan ríkisaðila þarf til að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki Tryggja verður að sá ríkisaðili sem lögum samkvæmt fer með sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum búi yfir nauðsynlegum mannauði til að rækja hlutverk sitt, sem og grunnþekkingu á þeirri söluaðferð sem ákveðið er að beita hverju sinni. Þá er brýnt að hann gefi þeim sem ráðnir eru til að annast söluferlið skýr fyrirmæli og leiðbeiningar um framkvæmd þess. Ábending 5: Fyrirbyggja verður hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu Við sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki getur sú tilhögun að viðkomandi fyrirtæki komi með beinum hætti að sölunni (sem umsjónaraðili, söluráðgjafi eða söluaðili) verið til þess fallin að grafa undan vægi lögbundinna sjónarmiða um jafnræði og hlutlægni. Áhætta vegna hagsmunaárekstra eykst sem og orðsporsáhætta ríkisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ábending 1: Öflugan ríkisaðila þarf til að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki Tryggja verður að sá ríkisaðili sem lögum samkvæmt fer með sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum búi yfir nauðsynlegum mannauði til að rækja hlutverk sitt, sem og grunnþekkingu á þeirri söluaðferð sem ákveðið er að beita hverju sinni. Þá er brýnt að hann gefi þeim sem ráðnir eru til að annast söluferlið skýr fyrirmæli og leiðbeiningar um framkvæmd þess. Ábending 5: Fyrirbyggja verður hagsmunaárekstra og orðsporsáhættu Við sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki getur sú tilhögun að viðkomandi fyrirtæki komi með beinum hætti að sölunni (sem umsjónaraðili, söluráðgjafi eða söluaðili) verið til þess fallin að grafa undan vægi lögbundinna sjónarmiða um jafnræði og hlutlægni. Áhætta vegna hagsmunaárekstra eykst sem og orðsporsáhætta ríkisins.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. 4. desember 2022 11:55 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14
Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli. 4. desember 2022 11:55
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
Fjölþættir annmarkar á Íslandsbankasölunni Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar. 13. nóvember 2022 19:44