Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 11:20 Ónýtar vindmyllur voru felldar í Þykkvabæ í fyrra. Íbúum þar virðist ekki hugnast að fá nýjar í þeirra stað. Vísir/Egill Aðalsteinsson Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent. Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45