Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 06:46 Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum. Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum.
Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira