Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 12:01 Árni Björn Björnsson segir sífellt fjölga í hópi þeirra sem átt hafi í viðskiptum við fyrirtækið. Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. Þetta kom fram í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem Árni var til viðtals. Hann hyggst kæra manninn fyrir fjársvik og segir rannsókn lögreglu á frumstigi. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Neytendasamtökunum borist ábending vegna málsins. Árni segir að söluaðilinn gefi sig meðal annars út fyrir að selja sumarhús, heita potta, efnispakka, saunaklefa og íbúðarhús. Þrjú til fimm símtöl á dag „Ég fæ þrjú til fimm símtöl eða pósta á dag og það bætist í hópinn og upphæðirnar. Ég næ ekki alveg utan um það en það hafa bæst við allavega þrjátíu milljónir í viðbót þannig að þetta er orðið hærra en hundrað milljónir og líklega í 120 milljónum núna,“ segir Árni. Hann stýrir hópi fólks á Facebook sem telur sig svikið eftir viðskipti við aðilann. „Þar hefur ekki nema partur af hópnum gefið upp tölur. Þannig ég er hræddur um að þetta slagi hátt í 200 milljónir.“ Árni segir að fólk hafi greitt ýmsar upphæðir, meðal annars 350 þúsund krónur fyrir saunaklefa, 300 þúsund krónur fyrir heitan pott og helming fyrir smáhýsi sem kosta 12 milljónir króna og fólk því greitt sex milljónir króna til fyrirtækisins. Félagi mannsins sagði hann veikan Árni kveðst svekktur í morgunútvarpi Rásar 2 að hafa ekki kært manninn strax í desember þegar hann hafi byrjað að gruna að ekki væri allt með felldu. Félaga hans á Sauðárkróki hafi verið lofað húsi föstudaginn 12. desember. „Á mánudegi hringir einhver félagi hans sem segist vera að starfa fyrir hann ýmist eða í samstarfi með honum og hann segir að það sé búið að leggja viðkomandi gæja inn á geðdeild og að það sé ekki að marka eitt einasta orð sem hann segir.“ Árni segir að þá hafi hafist atburðarás sem hann líkir við rússíbana. Félagi mannsins hafi ýmist lýst því að allt væri í skrúfunni hjá honum eða að það liti ekki eins illa út eins og hann hafi haldið í upphafi. „Það sem veldur því að við kærðum ekki þá og þegar er að þessi söluaðili kemur þá út af spítala, eða hressist, þá lýsir hann því við okkur að þessi félagi hans væri bara að reyna að ræna af honum fyrirtækinu. Þetta gengur allt út á það að það sé alltaf einhver glæpon sem er að svíkja hann þegar við tölum við hann.“ Árni segir að því næst hafi bókari félagsins stigið fram og haft samband við viðskiptavini. Hann segist ekki vilja gefa sér það að hún hafi tekið þátt í svikastarfseminni en segir hana hafa gefið manninum heilbrigðisvottorð og róað mannskapinn. „Hún lýsir því í tölvupósti til flestra í þessari grúppu að þetta sé ört vaxandi fyrirtæki, ungt og að hann þurfi bara að fá rými til þess að ná utan um þetta. Hann hafi vissulega farið offari í fjárfestingum. Þannig að við bökkum og gefum honum tíma, tvo mánuði í viðbót þar sem hann heldur áfram að ná viðskiptavinum inn.“ Sagði bókarann svíkja sig Árni segir að í febrúar síðastliðnum hafi maðurinn sagt við viðskiptavini að verksmiðjan í Lettlandi væri nú vandamálið. Hann hafi borgað henni allar upphæðir viðskiptavina sinna án þess að hún hafi staðið við efndir. „Ferlið hjá honum virðist vera þannig að í lok hvers áfalls þá er hann alltaf með einhverja lausn. Hann sagðist hafa leigt nýja verksmiðju í Litáen og var allta að kaupa sér nokkrar vikur eða mánuði í senn.“ Árni segir í morgunútvarpinu að svo virðist vera sem tveir úr hópnum hafi fengið hús sín afhent. Það sé þó á reiki. Bókarinn hafi sagt við hópinn að þrír hafi fengið hús og að tíu standi út af. „En viðkomandi aðili sem fékk hús sagði að þetta væri hvorki húsið sem hún hafði beðið um og þá var hann að reyna að hækka verðmiðann þegar húsið var komið.“ Neytendur Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bein útsending: Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kom fram í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem Árni var til viðtals. Hann hyggst kæra manninn fyrir fjársvik og segir rannsókn lögreglu á frumstigi. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Neytendasamtökunum borist ábending vegna málsins. Árni segir að söluaðilinn gefi sig meðal annars út fyrir að selja sumarhús, heita potta, efnispakka, saunaklefa og íbúðarhús. Þrjú til fimm símtöl á dag „Ég fæ þrjú til fimm símtöl eða pósta á dag og það bætist í hópinn og upphæðirnar. Ég næ ekki alveg utan um það en það hafa bæst við allavega þrjátíu milljónir í viðbót þannig að þetta er orðið hærra en hundrað milljónir og líklega í 120 milljónum núna,“ segir Árni. Hann stýrir hópi fólks á Facebook sem telur sig svikið eftir viðskipti við aðilann. „Þar hefur ekki nema partur af hópnum gefið upp tölur. Þannig ég er hræddur um að þetta slagi hátt í 200 milljónir.“ Árni segir að fólk hafi greitt ýmsar upphæðir, meðal annars 350 þúsund krónur fyrir saunaklefa, 300 þúsund krónur fyrir heitan pott og helming fyrir smáhýsi sem kosta 12 milljónir króna og fólk því greitt sex milljónir króna til fyrirtækisins. Félagi mannsins sagði hann veikan Árni kveðst svekktur í morgunútvarpi Rásar 2 að hafa ekki kært manninn strax í desember þegar hann hafi byrjað að gruna að ekki væri allt með felldu. Félaga hans á Sauðárkróki hafi verið lofað húsi föstudaginn 12. desember. „Á mánudegi hringir einhver félagi hans sem segist vera að starfa fyrir hann ýmist eða í samstarfi með honum og hann segir að það sé búið að leggja viðkomandi gæja inn á geðdeild og að það sé ekki að marka eitt einasta orð sem hann segir.“ Árni segir að þá hafi hafist atburðarás sem hann líkir við rússíbana. Félagi mannsins hafi ýmist lýst því að allt væri í skrúfunni hjá honum eða að það liti ekki eins illa út eins og hann hafi haldið í upphafi. „Það sem veldur því að við kærðum ekki þá og þegar er að þessi söluaðili kemur þá út af spítala, eða hressist, þá lýsir hann því við okkur að þessi félagi hans væri bara að reyna að ræna af honum fyrirtækinu. Þetta gengur allt út á það að það sé alltaf einhver glæpon sem er að svíkja hann þegar við tölum við hann.“ Árni segir að því næst hafi bókari félagsins stigið fram og haft samband við viðskiptavini. Hann segist ekki vilja gefa sér það að hún hafi tekið þátt í svikastarfseminni en segir hana hafa gefið manninum heilbrigðisvottorð og róað mannskapinn. „Hún lýsir því í tölvupósti til flestra í þessari grúppu að þetta sé ört vaxandi fyrirtæki, ungt og að hann þurfi bara að fá rými til þess að ná utan um þetta. Hann hafi vissulega farið offari í fjárfestingum. Þannig að við bökkum og gefum honum tíma, tvo mánuði í viðbót þar sem hann heldur áfram að ná viðskiptavinum inn.“ Sagði bókarann svíkja sig Árni segir að í febrúar síðastliðnum hafi maðurinn sagt við viðskiptavini að verksmiðjan í Lettlandi væri nú vandamálið. Hann hafi borgað henni allar upphæðir viðskiptavina sinna án þess að hún hafi staðið við efndir. „Ferlið hjá honum virðist vera þannig að í lok hvers áfalls þá er hann alltaf með einhverja lausn. Hann sagðist hafa leigt nýja verksmiðju í Litáen og var allta að kaupa sér nokkrar vikur eða mánuði í senn.“ Árni segir í morgunútvarpinu að svo virðist vera sem tveir úr hópnum hafi fengið hús sín afhent. Það sé þó á reiki. Bókarinn hafi sagt við hópinn að þrír hafi fengið hús og að tíu standi út af. „En viðkomandi aðili sem fékk hús sagði að þetta væri hvorki húsið sem hún hafði beðið um og þá var hann að reyna að hækka verðmiðann þegar húsið var komið.“
Neytendur Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bein útsending: Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira