Reggí strákarnir hans Heimis unnu stórt en töpuðu samt markastríðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:31 Heimir Hallgrímsson sést hér stýra landsliði Jamaíka á móti Sankti Kitts og Nevis í Gullbikarnum í nótt. Getty/Alvaro Avila Jamaíska fótboltalandsliðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Gullbikarsins í nótt með sínum öðrum sigurleik í röð í keppninni. Heimir Hallgrímsson fór því taplaus með liðið í gegnum riðlakeppnina. Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins. The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup! .#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023 Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma. DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn. Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu. Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli. Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku. DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira