Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2023 00:14 Hanna Katrín, Ugla Stefanía og Þorbjörg Þorvaldsdóttir eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um Hýryrði. Samsett/Vilhelm/Shannon Kilgaron/Aðsent Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. Samtökin '78 settu í þriðja sinn í gang Hýryrði, nýyrðasamkeppni sem hefur það að markmiði að gefa almenningi kost á að taka þátt í að stækka íslenskan orðaforða um hinsegin tilveru. Keppnin hefur verið haldin tvisvar áður, 2015 og 2020, og þá urðu til orð á borð við eikynhneigð, kvár og stálp. Í ár er meðal annars leitað að kynhlutlausum orðum fyrir ömmu og afa. Rétt eins og oft vill verða þá misskildi ákveðinn hópur markmiðið með keppninni og taldi eiga að skipta út þessum sígildu orðum fyrir ný kynhlutlaus orð. Rúv fjallaði um viðbrögðin við Hýryrði í kvöldfréttum í kvöld en fréttaflutningurinn hefur verið gagnrýndur af hinsegin samfélaginu fyrir að gefa neikvæðum rödd pláss á kostnað sérfræðinga og ala þannig á frekari misskilningi um keppnina. Fréttaflutningur Rúv gamaldags og óábyrgur Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður samtakanna '78, vakti fyrst athygli á „gamaldags“ fréttaflutningi Rúv um Hýryrðakeppnina á Facebook. Hún segir að talað hafi verið við Ástu Kristínu Benediktsdóttur, lektor við íslenskudeild Háskóla Íslands og formanneskju dómnefndar hýryrðakeppninnar, sem „skýrði vel frá því að ekkert væri að óttast, engin væri að reyna að hreinsa málið af orðunum afi og amma“ en hins vegar hafi miklu meira púðri verið eytt í skoðanir fólks úti í bæ. Bjarndís Helga Tómasdóttir furðar sig á fréttaflutningi Rúv um HýryrðiBylgjan „Það sem mér finnst furðulegt og í raunar algjörlega óásættanlegt var að í stað þess að gefa sérfræðingum meira rými til þess að skýra um hvað málið snýst valdi RÚV að vera með svo gamaldags gjörning að mér leið eins og árið væri 1995. Þar gaf RÚV fólki á götunni fleiri fleiri mínútur til þess að segja skoðun sína á einhverju sem tengist tilveru hinsegin fólks,“ segir í færslunni. Bjarndís segir að lokum að það sé ekki ábyrgt, sérstaklega þegar það er bakslag í málefnum hinsegin fólks, að nýta fréttaplássið í að tala um viðbrögðin frekar en að nota tækifærið „til þess að leiðrétta rangskilning sem virðist hafa valdið mörgum ansi miklu uppnámi.“ „Ótrúlega furðuleg framsetning“ Við færslu Bjarndísar hefur fjöldi stórra nafna innan hinsegin samfélagsins tekið undir orð hennar. Ásta Kristín sem var viðmælandi Rúv í fréttinni furðar sig þar á endanlegri fréttinni sem hafi endurspeglað meginatriðin í viðtalinu við hana. „Viðtalið sem hún tók við mig var um 10 mínútur í heildina og ég verð að segja að meginatriðin í því endurspegluðust því miður ekki í endanlegri frétt,“ skrifar Ásta. Ásta Kristín hefur fjallað mikið um hinsegin bókmenntir í fræðimennsku sinni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson „Það er til dæmis lykilatriði í þessari umræðu að mínu mati að þetta snýst ekki eingöngu um að finna orð yfir kynsegin fólk sem á barnabörn heldur kynhlutlaust orð, sambærilegt við foreldri og systkini, um foreldri foreldris. Enskan á grandparent, danskan bedsteforældre, okkur vantar orð.“ „Þetta er í grunninn ótrúlega beisik umræða sem ætti bara alls ekki að þurfa að kalla á þessi dramatísku viðbrögð. En þetta þótti greinilega ekki mjög fréttnæmt,“ segir einnig í ummælum hennar. Þá skrifaði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ummæli við færsluna og segir „Ég tók eftir þessu, og engin tilraun gerð til að leiðrétta fólk.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans , verkefnastýra Samtakanna '78 og fyrrverandi formaður þeirra, skrifar „Ótrúlega furðuleg framsetning“ og Ugla Stefanía, aktívisti og fyrrverandi formaður Trans Ísland, skrifar „Þetta er stórundarleg frétt. Það er ekki einu sinni reynt að útskýra þennan misskilning.“ Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir hafa báðar furðað sig á fréttaflutningi Rúv.Samsett/Vilhelm/Baldur Hrafnkell Lélegur fréttaflutningur sem ali á misskilningi Færslu Bjarndísar hefur einnig verið deilt fimmtán sinnum en þar á meðal hefur Ugla Stefanía deilt færslunni til að gagnrýna hana frekar. „Þetta er frekar lélegur fréttaflutningur. Þessi grein er bara mjög slitrótt og nánast ekkert gert til að leiðrétta þann misskilning sem hefur myndast. Eiga fjölmiðlar ekki að sjá til þess að upplýsa almenning og segja frá skýrt og greinilega?“ spyr hún í upphafi deilingarinnar. Ugla Stefanía gagnrýnir fréttaflutning Rúv harðlega.Aðsent „Þessi grein mun allavega gera rosa lítið frekar en að ala á frekari misskilning, sérstaklega hjá fólki sem virtist eiga erfitt með að skilja upprunalega tilgang þessarar keppni, sem er svo sannarlega ekki að finna nýtt orð yfir amma og afi, heldur bæta við sambærilegu orði í flóruna. Það hefði verið mjög auðvelt að gera þetta skýrt í þessum fréttaflutning, en það er bara alls ekki gert hér,“ segir hún. „Í staðinn er fókuserað á neikvæð komment frá fólki sem skilur tilganginn bara alls ekki, í stað þess að fókusera á það að leiðrétta misskilning og fræða fólk um hver er tilgangurinn, hvers vegna þetta er mikilvægt, og hvernig þetta snýst um að auðga tungumálið svo við fáum öll pláss,“ segir að lokum. Málefni trans fólks Hinsegin Íslensk tunga Ríkisútvarpið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Samtökin '78 settu í þriðja sinn í gang Hýryrði, nýyrðasamkeppni sem hefur það að markmiði að gefa almenningi kost á að taka þátt í að stækka íslenskan orðaforða um hinsegin tilveru. Keppnin hefur verið haldin tvisvar áður, 2015 og 2020, og þá urðu til orð á borð við eikynhneigð, kvár og stálp. Í ár er meðal annars leitað að kynhlutlausum orðum fyrir ömmu og afa. Rétt eins og oft vill verða þá misskildi ákveðinn hópur markmiðið með keppninni og taldi eiga að skipta út þessum sígildu orðum fyrir ný kynhlutlaus orð. Rúv fjallaði um viðbrögðin við Hýryrði í kvöldfréttum í kvöld en fréttaflutningurinn hefur verið gagnrýndur af hinsegin samfélaginu fyrir að gefa neikvæðum rödd pláss á kostnað sérfræðinga og ala þannig á frekari misskilningi um keppnina. Fréttaflutningur Rúv gamaldags og óábyrgur Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður samtakanna '78, vakti fyrst athygli á „gamaldags“ fréttaflutningi Rúv um Hýryrðakeppnina á Facebook. Hún segir að talað hafi verið við Ástu Kristínu Benediktsdóttur, lektor við íslenskudeild Háskóla Íslands og formanneskju dómnefndar hýryrðakeppninnar, sem „skýrði vel frá því að ekkert væri að óttast, engin væri að reyna að hreinsa málið af orðunum afi og amma“ en hins vegar hafi miklu meira púðri verið eytt í skoðanir fólks úti í bæ. Bjarndís Helga Tómasdóttir furðar sig á fréttaflutningi Rúv um HýryrðiBylgjan „Það sem mér finnst furðulegt og í raunar algjörlega óásættanlegt var að í stað þess að gefa sérfræðingum meira rými til þess að skýra um hvað málið snýst valdi RÚV að vera með svo gamaldags gjörning að mér leið eins og árið væri 1995. Þar gaf RÚV fólki á götunni fleiri fleiri mínútur til þess að segja skoðun sína á einhverju sem tengist tilveru hinsegin fólks,“ segir í færslunni. Bjarndís segir að lokum að það sé ekki ábyrgt, sérstaklega þegar það er bakslag í málefnum hinsegin fólks, að nýta fréttaplássið í að tala um viðbrögðin frekar en að nota tækifærið „til þess að leiðrétta rangskilning sem virðist hafa valdið mörgum ansi miklu uppnámi.“ „Ótrúlega furðuleg framsetning“ Við færslu Bjarndísar hefur fjöldi stórra nafna innan hinsegin samfélagsins tekið undir orð hennar. Ásta Kristín sem var viðmælandi Rúv í fréttinni furðar sig þar á endanlegri fréttinni sem hafi endurspeglað meginatriðin í viðtalinu við hana. „Viðtalið sem hún tók við mig var um 10 mínútur í heildina og ég verð að segja að meginatriðin í því endurspegluðust því miður ekki í endanlegri frétt,“ skrifar Ásta. Ásta Kristín hefur fjallað mikið um hinsegin bókmenntir í fræðimennsku sinni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson „Það er til dæmis lykilatriði í þessari umræðu að mínu mati að þetta snýst ekki eingöngu um að finna orð yfir kynsegin fólk sem á barnabörn heldur kynhlutlaust orð, sambærilegt við foreldri og systkini, um foreldri foreldris. Enskan á grandparent, danskan bedsteforældre, okkur vantar orð.“ „Þetta er í grunninn ótrúlega beisik umræða sem ætti bara alls ekki að þurfa að kalla á þessi dramatísku viðbrögð. En þetta þótti greinilega ekki mjög fréttnæmt,“ segir einnig í ummælum hennar. Þá skrifaði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ummæli við færsluna og segir „Ég tók eftir þessu, og engin tilraun gerð til að leiðrétta fólk.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans , verkefnastýra Samtakanna '78 og fyrrverandi formaður þeirra, skrifar „Ótrúlega furðuleg framsetning“ og Ugla Stefanía, aktívisti og fyrrverandi formaður Trans Ísland, skrifar „Þetta er stórundarleg frétt. Það er ekki einu sinni reynt að útskýra þennan misskilning.“ Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir hafa báðar furðað sig á fréttaflutningi Rúv.Samsett/Vilhelm/Baldur Hrafnkell Lélegur fréttaflutningur sem ali á misskilningi Færslu Bjarndísar hefur einnig verið deilt fimmtán sinnum en þar á meðal hefur Ugla Stefanía deilt færslunni til að gagnrýna hana frekar. „Þetta er frekar lélegur fréttaflutningur. Þessi grein er bara mjög slitrótt og nánast ekkert gert til að leiðrétta þann misskilning sem hefur myndast. Eiga fjölmiðlar ekki að sjá til þess að upplýsa almenning og segja frá skýrt og greinilega?“ spyr hún í upphafi deilingarinnar. Ugla Stefanía gagnrýnir fréttaflutning Rúv harðlega.Aðsent „Þessi grein mun allavega gera rosa lítið frekar en að ala á frekari misskilning, sérstaklega hjá fólki sem virtist eiga erfitt með að skilja upprunalega tilgang þessarar keppni, sem er svo sannarlega ekki að finna nýtt orð yfir amma og afi, heldur bæta við sambærilegu orði í flóruna. Það hefði verið mjög auðvelt að gera þetta skýrt í þessum fréttaflutning, en það er bara alls ekki gert hér,“ segir hún. „Í staðinn er fókuserað á neikvæð komment frá fólki sem skilur tilganginn bara alls ekki, í stað þess að fókusera á það að leiðrétta misskilning og fræða fólk um hver er tilgangurinn, hvers vegna þetta er mikilvægt, og hvernig þetta snýst um að auðga tungumálið svo við fáum öll pláss,“ segir að lokum.
Málefni trans fólks Hinsegin Íslensk tunga Ríkisútvarpið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira