Baldvin Þór sló Íslandsmet Hlyns þegar hann hljóp á Watord Grand Prix mótinu sem haldið er í Watford á Bretlandi en mótið er hluti af stærstu hlaupamótaröð Bretlands.
Tími Baldvins Þór í hlaupinu var 7:49,68 mínútur en fyrra metið var 7:54,72 mínútur. Sá tími skilaði Baldvini Þór í þriðja sæti í hlaupinu.
Baldvin Þór á einnig Íslandsmet í greininni innanhúss en hann hljóp á 7:47,51 í febrúar á síðasta ári.