Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans hyggst ekki verða við þeim kröfum.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann Öryrkjabandalags Íslands sem segir mál hreyfihamlaðrar konu, sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar, ekki einsdæmi. 

Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf hennar. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×