Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 1. júlí 2023 20:10 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið. Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00