Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 23:25 Joe Biden var harðorður í garð hæstaréttar Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Evan Vucci/AP Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum. Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum.
Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira