Háskólagráður til sölu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2023 14:31 Háskólinn í Salamanca, Spáni. Tim Graham/Getty Images Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum. Spánn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fólk getur keypt háskólagráður fyrir 45.000 krónur Má bjóða þér að verða verkfræðingur fyrir 300 evrur? Eða lögfræðingur fyrir 500 evrur? Og sleppa þessum fimm árum í háskóla? Það er ekkert mál, þú ferð bara á netið og kaupir þér fullkomið prófskírteini. Fullkomið að öllu öðru leyti en því að það er rammfalskt. Eftir eins árs rannsókn á sölu falsaðra prófskírteina hefur spænska lögreglan nú upprætt umfangsmikið fyrirtæki sem stundaði sölu á fölsuðum háskólaskírteinum og handtekið 20 manns. Meinið er bara að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Dóminíkanska lýðveldinu svo forsprakkarnir ganga enn lausir. Hægt að kaupa háskólagráður frá 30 spænskum háskólum Fyrirtækið bauð prófgráður frá um 30 spænskum háskólum. Lögreglan hóf að rannsaka málið þegar einn háskóli hafði samband og vakti athygli á því að falskar prófgráður frá skólanum væru í umferð. Í ljós kom að fjölmargar síður bjóða svona prófskírteini. Flestar þeirra eru svo forhertir svindlarar að þegar fólk hefur látið glepjast og sent greiðslur þá heyrir kúnninn aldrei meira frá þeim, og fær enga háskólagráðu. Nánast ómögulegt að greina á milli falsaðra og raunverulegra prófskírteina En fyrirtækið í Dóminíkanska lýðveldinu var öðruvísi, það seldi virkilega fagmannleg og vel unnin skírteini, svo vel gerð að nær ómögulegt er að greina á milli falsaðs prófskírteinis og raunverulegs. Það var m.a.s. með á skrá hver var rektor hvaða skóla og á hvaða tíma svo engin tæknileg mistök yrðu þeim að falli. Verð á prófskírteinum var frá 300 evrum, þá fékkstu bara rafrænt skírteini, en ef þú keyptir dýrustu útgáfuna sem hægt er að innramma og hengja upp á vegg, þá var verðið í kringum 1.000 evrur, andvirði 150.000 króna. Skírteinin sem lögreglan hefur gert upptæk eru fjölbreytt; þarna eru kennarar, efnaverkfræðingar, lögfræðingar, hagfræðingar, sálfræðingar og svona mætti lengi telja. Elsta prófskírteinið var keypt árið 2013 og viðkomandi hafði starfað við fagið sem háskólaskírteinið hljóðaði upp á allar götur síðan. Spænsku lögregluna grunar að fyrirtækið eigi viðskiptavini í mörgum fleiri löndum.
Spánn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira