Kante keypti sér heilt fótboltalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 12:01 N'Golo Kante með bikarinn eftir sigur Frakka á HM 2018. Getty/Michael Regan N'Golo Kante er einn þeirra leikmanna sem hafa skellt sér suður á boginn til að spila í Sádi-Arabíu. Kante mun ganga til liðs við Al-Ittihad á morgun, 1. júlí, á frjálsri sölu frá Chelsea. Það eru þó ekki einu fréttirnar af þessum hógværa Frakka. Hinn 32 ára gamli Kante er greinilega farinn að huga að lífinu eftir fótboltann því hann er byrjaður að fjárfesta í fótboltanum. N'Golo Kante is now the official owner of Belgian side Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/HZjOoPu6Bv— ESPN FC (@ESPNFC) June 29, 2023 Kante ákvað þannig að kaupa belgíska fótboltafélagið Royal Excelsior Virton. Hann mun taka við stjórn félagsins af stjórnarformanninum Flavio Becca. Það kom ekki fram hvað Kante borgaði fyrir félagið. Félagið er í þriðju deild í Belgíu og staðsett við landamærin við Lúxemborg. Það fylgir sögunni að félagið er skuldlaust en markmiðið með nýjum eiganda er að vinna sig upp í efstu deild. Kante mun eignast félagið á morgun eða sama dag og samningur hans tekur gildi. 1. júlí 2023 er því stór dagur í hans lífi. Kante byrjaði feril sinn í Frakklandi en hann kom til fyrst til Englands þegar Leicester City keypti hann frá Caen. Kante vann ensku úrvalsdeildina bæði með Leicester og Chelsea auk þess að vinna Meistaradeildina, Evrópudeildina og enska bikarinn hjá Chelsea. N'Golo Kante has purchased Belgian third-tier club Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/EYSIr1cKOf— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 29, 2023 Sádiarabíski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Kante mun ganga til liðs við Al-Ittihad á morgun, 1. júlí, á frjálsri sölu frá Chelsea. Það eru þó ekki einu fréttirnar af þessum hógværa Frakka. Hinn 32 ára gamli Kante er greinilega farinn að huga að lífinu eftir fótboltann því hann er byrjaður að fjárfesta í fótboltanum. N'Golo Kante is now the official owner of Belgian side Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/HZjOoPu6Bv— ESPN FC (@ESPNFC) June 29, 2023 Kante ákvað þannig að kaupa belgíska fótboltafélagið Royal Excelsior Virton. Hann mun taka við stjórn félagsins af stjórnarformanninum Flavio Becca. Það kom ekki fram hvað Kante borgaði fyrir félagið. Félagið er í þriðju deild í Belgíu og staðsett við landamærin við Lúxemborg. Það fylgir sögunni að félagið er skuldlaust en markmiðið með nýjum eiganda er að vinna sig upp í efstu deild. Kante mun eignast félagið á morgun eða sama dag og samningur hans tekur gildi. 1. júlí 2023 er því stór dagur í hans lífi. Kante byrjaði feril sinn í Frakklandi en hann kom til fyrst til Englands þegar Leicester City keypti hann frá Caen. Kante vann ensku úrvalsdeildina bæði með Leicester og Chelsea auk þess að vinna Meistaradeildina, Evrópudeildina og enska bikarinn hjá Chelsea. N'Golo Kante has purchased Belgian third-tier club Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/EYSIr1cKOf— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 29, 2023
Sádiarabíski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira