Mikilvægt að ekki verði til tvær mismunandi þjóðir í landinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2023 20:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir nýjan veruleika blasa við í útlendingamálum og viðbúið að fleiri muni sækja til Íslands. Því sé nauðsynlegt að horfa til nýrra leiða. Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirhugað er að koma upp einingahúsum fyrir allt að þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þá munu börn hælisleitenda sækja nám í sértæku úrræði áður en þau fara í almennt skólakerfi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir mikil tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki. Mikill fjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi dvelur í Reykjanesbæ og hafa bæjaryfirvöld kallað eftir breytingum og sagt innviði sveitarfélagsins sprungna. Í dag undirrituðu undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra og fulltrúar bæjarins og Vinnumálastofnunar aðgerðarætlun þar sem meginmarkmiðið er að draga úr fjölda hælisleitenda í bænum. Einnig á að bæta þjónustu við þá hælisleitendur sem þar eru fyrir til að auka virkni þeirra og vellíðan á meðan þeir bíða eftir afgreiðslu umsókna sinnar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir mat forystumanna bæjarins um álagið sem fylgi fjölda þeirra sem bíða svara um stöðu umsókna sinna. „Við erum öll sammála um að við vildum geta fækkað fólki sem hér er að sækja um alþjóðlega vernd, hraðar en Vinnumálastofnun sér fyrir sér að verði hægt. Þannig að ákall þeirra, sem ég skil, er að hlutirnir gerist hraðar í þeim efnum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hann segist hinsvegar vera hreinskilinn varðandi það að forsendur bjóði ekki upp á það eins og staðan er núna. „En við erum að vinna að lausnum og ég vona að þetta geti gerst hraðar en gert er ráð fyrir í þessari aðgerðaráætlun en það verður að koma i ljós. Ég er mjög ánægður með að við skulum hafa ákveðið í sameiningu að koma með áætlun því þá vitum við hvert við ætlum að stefna.“ Aðgerðaráætlunin er í sextán liðum og meðal þess sem stendur til eru bættar samgöngur og margs konar tómstundaúrræði. Sett verður á laggirnar sérstök virknimiðstöð í Officer klúbbnum á Ásbrú þar sem boðið verður upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. Einnig er stefnt að því að börn á grunnskólaaldri sæki nám í Officer klúbbnum áður en þau fara í hið almenna skólakerfi. Guðmundur Ingi telur að þau muni eiga auðveldara með að aðlagast samfélaginu þegar þau eru búin að vera í slíku úrræði. Einingarhús til skoðunar Þá stendur til að koma upp einingarhúsum fyrir allt að þúsund manns í öðrum sveitarfélögum. „Þetta er húsnæði sem er svipað og færanlegar kennslustofur, eða Mariot hótelið í Keflavík. Þetta er til þess að geta þjónustað fólkið betur. Þá er það á einum stað á meðan það bíður eftir að fá svar um hvort það fái vernd hér eða ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Umræður standi yfir við Reykjavíkurborg um lóðir undir einingahúsin en einnig verði leitað til annara sveitafélaga. „Við erum ekki að skoða þetta með Reykjanesbæ enda erum við að stefna að því að fækka fólki hlutfallslega þar miðað við annars staðar.“ Tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki Aðspurður hvort hann sé sammála sjónarmiðum nýs dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málaflokknum, segist Guðmundur Ingi hafa verið skýr varðandi það að deila ekki öllum skoðunum Sjálfstæðismanna þegar kemur að útlendingamálum. „Við reynum hins vegar að leysa úr okkar ágreiningsmálum við ríkisstjórnarborðið. Það var gengið frá löggjöf í fyrra vor sem var málamiðlun, og núna vinnum við eftir þeirri löggjöf. Við erum hins vegar öll sammála um að fjöldi innflytjenda á Íslandi sem hefur komið og aukist mjög mikið á undanförnum árum er að búa til nýjar áskoranir á íslenskt samfélag.“ Þá sérstaklega þá áskorun að hér verði ekki til tvær mismunandi þjóðir í landinu, þar sem innflytjendur sinna fyrst og fremst láglaunastörfum. Að þessu þurfum við að vinna gegn. Hann segir eðlilegt að umræða um útlendingamálin sé mjög mikil. Hins vegar megi ekki gleyma þeirri stðreynd að flóttfólk sé aðeins um tíu prósent af heildarfjölda innflytjenda. „Ef við tökum bara árið í fyrra komu hingað um 15 þúsund manns. Aðeins 3.500 af þeim voru flóttamenn, rétt einn fimmti. Við megum heldur aldrei gleyma því að hagvöxtur á Íslandi er fyrst og fremst drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Svo það eru líka tækifæri fólgin í því að taka vel á móti fólki. Það eflir samfélagið okkar og heldur uppi lífsgæðum.“ Vísar boltanum yfir á önnur sveitarfélög Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var hæstánægður með áætlunina. „Það kemur skýrt fram að það á að halda vel utan um hælisleitendur sem ekki hefur verið gert áður. Það fara miklir fjármunir í þetta og þetta er mikið framfaraskref. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Vinnumálastofnun.“ Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir ekki hægt að leggja þær byrgðar sem fylgi auknum flóttamannastraumi á eitt sveitarfélag og skorar á önnur sveitarfélög að taka þátt.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir jákvæðustu fréttirnar þær að í áætluninni sé samþykkt að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ og skýtur fast á önnur sveitarfélög. „Það er baráttumál sem við erum búin að berjast fyrir í mörg ár. Ég verð að nota tækifærið og þakka Guðmundi Inga fyrir það en um leið að skamma önnur sveitarfélög á Íslandi fyrir að rífa sig ekki betur í gang að hjálpa okkur í þessu verkefni. Þannig ég vísa boltanum yfir til þeirra. Sérstaklega ætla ég að nefna Kópavog og Hafnarfjörð í þessu samhengi og önnur sveitarfélög úti á landi.“ Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kópavogur tekur við allt að 101 flóttamanni Kópavogur mun taka á móti allt að 101 flóttamanni samkvæmt samningi Kópavogsbæjar og stjórnvalda um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var í gær. 23. júní 2023 08:41 „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Mikill fjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi dvelur í Reykjanesbæ og hafa bæjaryfirvöld kallað eftir breytingum og sagt innviði sveitarfélagsins sprungna. Í dag undirrituðu undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra og fulltrúar bæjarins og Vinnumálastofnunar aðgerðarætlun þar sem meginmarkmiðið er að draga úr fjölda hælisleitenda í bænum. Einnig á að bæta þjónustu við þá hælisleitendur sem þar eru fyrir til að auka virkni þeirra og vellíðan á meðan þeir bíða eftir afgreiðslu umsókna sinnar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir mat forystumanna bæjarins um álagið sem fylgi fjölda þeirra sem bíða svara um stöðu umsókna sinna. „Við erum öll sammála um að við vildum geta fækkað fólki sem hér er að sækja um alþjóðlega vernd, hraðar en Vinnumálastofnun sér fyrir sér að verði hægt. Þannig að ákall þeirra, sem ég skil, er að hlutirnir gerist hraðar í þeim efnum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hann segist hinsvegar vera hreinskilinn varðandi það að forsendur bjóði ekki upp á það eins og staðan er núna. „En við erum að vinna að lausnum og ég vona að þetta geti gerst hraðar en gert er ráð fyrir í þessari aðgerðaráætlun en það verður að koma i ljós. Ég er mjög ánægður með að við skulum hafa ákveðið í sameiningu að koma með áætlun því þá vitum við hvert við ætlum að stefna.“ Aðgerðaráætlunin er í sextán liðum og meðal þess sem stendur til eru bættar samgöngur og margs konar tómstundaúrræði. Sett verður á laggirnar sérstök virknimiðstöð í Officer klúbbnum á Ásbrú þar sem boðið verður upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. Einnig er stefnt að því að börn á grunnskólaaldri sæki nám í Officer klúbbnum áður en þau fara í hið almenna skólakerfi. Guðmundur Ingi telur að þau muni eiga auðveldara með að aðlagast samfélaginu þegar þau eru búin að vera í slíku úrræði. Einingarhús til skoðunar Þá stendur til að koma upp einingarhúsum fyrir allt að þúsund manns í öðrum sveitarfélögum. „Þetta er húsnæði sem er svipað og færanlegar kennslustofur, eða Mariot hótelið í Keflavík. Þetta er til þess að geta þjónustað fólkið betur. Þá er það á einum stað á meðan það bíður eftir að fá svar um hvort það fái vernd hér eða ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Umræður standi yfir við Reykjavíkurborg um lóðir undir einingahúsin en einnig verði leitað til annara sveitafélaga. „Við erum ekki að skoða þetta með Reykjanesbæ enda erum við að stefna að því að fækka fólki hlutfallslega þar miðað við annars staðar.“ Tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki Aðspurður hvort hann sé sammála sjónarmiðum nýs dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málaflokknum, segist Guðmundur Ingi hafa verið skýr varðandi það að deila ekki öllum skoðunum Sjálfstæðismanna þegar kemur að útlendingamálum. „Við reynum hins vegar að leysa úr okkar ágreiningsmálum við ríkisstjórnarborðið. Það var gengið frá löggjöf í fyrra vor sem var málamiðlun, og núna vinnum við eftir þeirri löggjöf. Við erum hins vegar öll sammála um að fjöldi innflytjenda á Íslandi sem hefur komið og aukist mjög mikið á undanförnum árum er að búa til nýjar áskoranir á íslenskt samfélag.“ Þá sérstaklega þá áskorun að hér verði ekki til tvær mismunandi þjóðir í landinu, þar sem innflytjendur sinna fyrst og fremst láglaunastörfum. Að þessu þurfum við að vinna gegn. Hann segir eðlilegt að umræða um útlendingamálin sé mjög mikil. Hins vegar megi ekki gleyma þeirri stðreynd að flóttfólk sé aðeins um tíu prósent af heildarfjölda innflytjenda. „Ef við tökum bara árið í fyrra komu hingað um 15 þúsund manns. Aðeins 3.500 af þeim voru flóttamenn, rétt einn fimmti. Við megum heldur aldrei gleyma því að hagvöxtur á Íslandi er fyrst og fremst drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Svo það eru líka tækifæri fólgin í því að taka vel á móti fólki. Það eflir samfélagið okkar og heldur uppi lífsgæðum.“ Vísar boltanum yfir á önnur sveitarfélög Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar var hæstánægður með áætlunina. „Það kemur skýrt fram að það á að halda vel utan um hælisleitendur sem ekki hefur verið gert áður. Það fara miklir fjármunir í þetta og þetta er mikið framfaraskref. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Vinnumálastofnun.“ Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir ekki hægt að leggja þær byrgðar sem fylgi auknum flóttamannastraumi á eitt sveitarfélag og skorar á önnur sveitarfélög að taka þátt.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir jákvæðustu fréttirnar þær að í áætluninni sé samþykkt að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ og skýtur fast á önnur sveitarfélög. „Það er baráttumál sem við erum búin að berjast fyrir í mörg ár. Ég verð að nota tækifærið og þakka Guðmundi Inga fyrir það en um leið að skamma önnur sveitarfélög á Íslandi fyrir að rífa sig ekki betur í gang að hjálpa okkur í þessu verkefni. Þannig ég vísa boltanum yfir til þeirra. Sérstaklega ætla ég að nefna Kópavog og Hafnarfjörð í þessu samhengi og önnur sveitarfélög úti á landi.“
Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kópavogur tekur við allt að 101 flóttamanni Kópavogur mun taka á móti allt að 101 flóttamanni samkvæmt samningi Kópavogsbæjar og stjórnvalda um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var í gær. 23. júní 2023 08:41 „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Kópavogur tekur við allt að 101 flóttamanni Kópavogur mun taka á móti allt að 101 flóttamanni samkvæmt samningi Kópavogsbæjar og stjórnvalda um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var í gær. 23. júní 2023 08:41
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19