Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 15:43 Norski olíuborpallurinn Sleipnir. Leyfin sem voru veitt í gær voru bæði fyrir stækkun núverandi olíusvæða og fyrir vinnslu á nýjum svæðum í Norðursjó og Noregshafi. Vísir/EPA Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46