Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:20 Sergei Surovikin hefur ekki sést opinberlega frá því að hann kom fram í myndbandi til þess að reyna að kveða niður uppreisn Wagner-hópsins um helgina. Vísir/EPA Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira