Hitamál í Evrópu Nótt Thorberg skrifar 29. júní 2023 08:00 Þýskaland og Ísland hafa sett sér metnaðarfull markmið þegar að kemur að loftslagsmálum. Alþingi hefur lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og Þjóðverjar stefna að því að ná kolefnishlutleysi fimm árum síðar eða árið 2045. Þó verkefnið sé stórt hér heima, þá sérstaklega þegar að kemur að því að fasa út jarðefnaeldsneyti, er áskorunin mun stærri í Þýskalandi og raunar í Evrópu allri. Helmingur frumorkunotkunar í Þýskalandi byggist á endurnýjanlegri orku. Það hefur tekið Þjóðverja áratugi að ná þessu hlutfalli en gas og kol eru enn stór orkugjafi þar í landi m.a. í húshitun og ýmsum iðnaði. Af þeim rúmlega 40 milljónum húsa sem hituð eru í Þýskalandi er notast við gas og kol í yfir 80% tilvika en 30% af losun gróðurhúsalofttegunda í Þýskalandi má rekja til húshitunar. Stríðið í Úkraínu hefur reynst þýskum heimilum og atvinnulífi dýrt og jafnframt undirstrikað mikilvægi orkuöryggis. Þessi staða auk áherslu ríkistjórnarinnar um að uppfylla ákvæði Parísarsáttmálans og draga úr losun sem nemur 65% fyrir 2030 miðað við 1990 hefur sett mikla pressu á að fundnar séu nýjar leiðir sem stuðli að auknu orkuöryggi og sjálfbærri grænni framtíð Þýskalands. Robert Habeck efnahags- og loftslagsráðherra vinnur m.a. að lagabreytingum er miða að því að húshitun nýbygginga í Þýskalandi miðist í auknum mæli við endurnýjanlega orkukosti. Verði frumvarpið að lögum er ljóst að hlutirnir þurfa að gerast hratt en þörfin fyrir endurnýjanlega orku er óumdeild. Mikil uppbygging á sér því stað er varðar bæði sólarorku og vindorku en auk þess er horft til annarra orkukosta svo sem varmadælna sem líklegt er að gegna muni lykilhlutverki þegar kemur að húshitun. Þá getur samspil jarðvarma við nýtingu varmadæla og aukin áhersla og frekari þróun miðlægra hitaveitna í borgum og sveitarfélögum þar sem jarðhiti er nýttur beint, líkt og þekkist hér heima, verið lykillinn að því að hraða orkuskiptum í húshitun í Þýskalandi. Við Íslendingar erum góðu vön og gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmætunum sem felast í því að hafa nýtt jarðvarmann. Áhuginn er nú mikill af hálfu Þjóðverja á að skoða tækifæri tengd jarðvarmanum í Þýskalandi og sækja í þá reynslu sem við Íslendingar búum yfir. Sú þekking sem íslensk fyrirtæki og stjórnvöld búa yfir þegar kemur að jarðvarmanum s.s. í tengslum við rannsóknir, þróun og innleiðingu en einnig regluverk, lagaumgjörð og hvata er verðmæt og áhugaverð fyrir þjóðir sem horfa í sömu átt. Engin þjóð getur státað sig af því að hita hús sín af nær öllu leyti með jarðvarma eins og við Íslendingar gerum. Það er einmitt þessi einstaka lausn, þekking og notkun okkar Íslendinga á jarðvarma og nýsköpun á sviði fjölnýtingar jarðvarma sem nú vekur athygli - ekki bara í Þýskalandi heldur víðar. Staðreyndir er sú að húshitun og kæling jafngildir yfir helming af orkunotkun í heiminum. Staðreyndin er líka sú að jarðvarma er að finna víða í heiminum og eftir því sem rannsóknum á þessu sviði og tækninni hefur fleygt fram hafa opnast ný tækifæri til að nýta lághitasvæði á svæðum sem áður voru skilgreind sem köld. Þannig getur jarðvarminn undir fótum okkar jarðabúa orðið að gulli 21. aldarinnar og ein af lykilausnum loftslagsvandans. Það er því til mikils að vinna. Með samtakamætti þvert á landamæri líkt og unnið er nú að milli Þýskalands og Íslands má deila verðmætri þekkingu og lausnum sem hjálpað geta þjóðum að leysa úr læðingi endurnýjanlega orku sem þarf til að orkuskiptin verði að veruleika sem fyrst. Samstarf er lykillinn að grænni framtíð komandi kynslóða heimsbyggðarinnar allra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum, ásamt Íslandsstofu og Sendiráði Íslands í Þýskalandi stóð á dögunum fyrir orkuþinginu Our Climate Future – Germany & Iceland: Clean Energy Summit 2023 undir merkjum Green by Iceland . Þar ræddu íslenskir og þýskir leiðtogar og sérfræðingar frá stjórnvöldum, atvinnulífi og fræðasamfélaginu samstarfstækifæri landanna á sviði jarðhita og nýrra tæknilausna í kolefnisförgun og nýtingu. Viðburðinn sóttu rúmlega 200 manns auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, orku- og loftslagsráðherra átti tvíhliða fund með Robert Habeck efnahags- og loftslagsmálaráðherra Þýskalands sama dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þýskaland og Ísland hafa sett sér metnaðarfull markmið þegar að kemur að loftslagsmálum. Alþingi hefur lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og Þjóðverjar stefna að því að ná kolefnishlutleysi fimm árum síðar eða árið 2045. Þó verkefnið sé stórt hér heima, þá sérstaklega þegar að kemur að því að fasa út jarðefnaeldsneyti, er áskorunin mun stærri í Þýskalandi og raunar í Evrópu allri. Helmingur frumorkunotkunar í Þýskalandi byggist á endurnýjanlegri orku. Það hefur tekið Þjóðverja áratugi að ná þessu hlutfalli en gas og kol eru enn stór orkugjafi þar í landi m.a. í húshitun og ýmsum iðnaði. Af þeim rúmlega 40 milljónum húsa sem hituð eru í Þýskalandi er notast við gas og kol í yfir 80% tilvika en 30% af losun gróðurhúsalofttegunda í Þýskalandi má rekja til húshitunar. Stríðið í Úkraínu hefur reynst þýskum heimilum og atvinnulífi dýrt og jafnframt undirstrikað mikilvægi orkuöryggis. Þessi staða auk áherslu ríkistjórnarinnar um að uppfylla ákvæði Parísarsáttmálans og draga úr losun sem nemur 65% fyrir 2030 miðað við 1990 hefur sett mikla pressu á að fundnar séu nýjar leiðir sem stuðli að auknu orkuöryggi og sjálfbærri grænni framtíð Þýskalands. Robert Habeck efnahags- og loftslagsráðherra vinnur m.a. að lagabreytingum er miða að því að húshitun nýbygginga í Þýskalandi miðist í auknum mæli við endurnýjanlega orkukosti. Verði frumvarpið að lögum er ljóst að hlutirnir þurfa að gerast hratt en þörfin fyrir endurnýjanlega orku er óumdeild. Mikil uppbygging á sér því stað er varðar bæði sólarorku og vindorku en auk þess er horft til annarra orkukosta svo sem varmadælna sem líklegt er að gegna muni lykilhlutverki þegar kemur að húshitun. Þá getur samspil jarðvarma við nýtingu varmadæla og aukin áhersla og frekari þróun miðlægra hitaveitna í borgum og sveitarfélögum þar sem jarðhiti er nýttur beint, líkt og þekkist hér heima, verið lykillinn að því að hraða orkuskiptum í húshitun í Þýskalandi. Við Íslendingar erum góðu vön og gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmætunum sem felast í því að hafa nýtt jarðvarmann. Áhuginn er nú mikill af hálfu Þjóðverja á að skoða tækifæri tengd jarðvarmanum í Þýskalandi og sækja í þá reynslu sem við Íslendingar búum yfir. Sú þekking sem íslensk fyrirtæki og stjórnvöld búa yfir þegar kemur að jarðvarmanum s.s. í tengslum við rannsóknir, þróun og innleiðingu en einnig regluverk, lagaumgjörð og hvata er verðmæt og áhugaverð fyrir þjóðir sem horfa í sömu átt. Engin þjóð getur státað sig af því að hita hús sín af nær öllu leyti með jarðvarma eins og við Íslendingar gerum. Það er einmitt þessi einstaka lausn, þekking og notkun okkar Íslendinga á jarðvarma og nýsköpun á sviði fjölnýtingar jarðvarma sem nú vekur athygli - ekki bara í Þýskalandi heldur víðar. Staðreyndir er sú að húshitun og kæling jafngildir yfir helming af orkunotkun í heiminum. Staðreyndin er líka sú að jarðvarma er að finna víða í heiminum og eftir því sem rannsóknum á þessu sviði og tækninni hefur fleygt fram hafa opnast ný tækifæri til að nýta lághitasvæði á svæðum sem áður voru skilgreind sem köld. Þannig getur jarðvarminn undir fótum okkar jarðabúa orðið að gulli 21. aldarinnar og ein af lykilausnum loftslagsvandans. Það er því til mikils að vinna. Með samtakamætti þvert á landamæri líkt og unnið er nú að milli Þýskalands og Íslands má deila verðmætri þekkingu og lausnum sem hjálpað geta þjóðum að leysa úr læðingi endurnýjanlega orku sem þarf til að orkuskiptin verði að veruleika sem fyrst. Samstarf er lykillinn að grænni framtíð komandi kynslóða heimsbyggðarinnar allra. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum, ásamt Íslandsstofu og Sendiráði Íslands í Þýskalandi stóð á dögunum fyrir orkuþinginu Our Climate Future – Germany & Iceland: Clean Energy Summit 2023 undir merkjum Green by Iceland . Þar ræddu íslenskir og þýskir leiðtogar og sérfræðingar frá stjórnvöldum, atvinnulífi og fræðasamfélaginu samstarfstækifæri landanna á sviði jarðhita og nýrra tæknilausna í kolefnisförgun og nýtingu. Viðburðinn sóttu rúmlega 200 manns auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, orku- og loftslagsráðherra átti tvíhliða fund með Robert Habeck efnahags- og loftslagsmálaráðherra Þýskalands sama dag.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun