Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verða málefni Íslandsbanka áfram til umfjöllunar en Birna Einarsdóttir bankastjóri tilkynnti í nótt að hún væri hætt störfum hjá bankanum. 

Rætt verður við stjórnarformann bankans, Finn Árnason um starfslok Birnu en í nótt var einnig tilkynnt um að eftirmaður hennar yrði Jón Guðni Ómarsson sem hefur verið staðgengill bankastjóra. 

Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Við ræðum við hagfræðing um þróunina. 

Að auki fjöllum við um mál ungs manns sem missti hús sitt á nauðungaruppboði. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir að um fjölskylduharmleik sé að ræða. 

Þá verður rætt við bæjarstjóra Kópavogs um róttækar breytingar á leiksskólakerfinu þar í bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×