Sex tímar á dag gjaldfrjálsir í leikskólum Kópavogs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júní 2023 08:23 Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í sveitarfélaginu, sem fela meðal annars í sér að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir. Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?