Sérfræðilæknar hafa verið samninglausir við ríkið í tæp fimm ár og því lagt viðbótargjöld á sjúklinga sína. Í dag var loks skrifað undir samninga sem eiga að tryggja að lækkun á kostnsaði sjúklinga um milljarða króna ári.
Við höldum áfram að fjalla um illvígar deilur um byggingu tíu milljarða hótels í Skaftárhreppi. Sveitarstjóri sem styður hótel áformin segir að deilendur verði hins vegar sjálfir að gera út um sín mál.
Og við heimsækjum Karen, gigtveikan lunda í Vestmannaeyjum, sem fagnaði tíu ára afmæli í vikunni.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.