Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 15:34 Saksóknarar í Colorado þóttu ekki hafa sýnt fram á að maður sem sendi þúsundir óumbeðinna skilaboða til tónlistarkonu hafi ætlað sér að ógna henni með þeim. Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna. Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Billy Raymond Counterman var sakfelldur fyrir að beita Coles Whalen, tónlistarkonu og lagahöfund, umsáturseinelti og að valda henni tilfinningalegum þjáningum árið 2017. Hann sendi Whalen þúsundir óumbeðinna skilaboða á samfélagsmiðlum á tveggja ára tímabili og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir. Counterman hafði áður sent konum ofbeldishótanir og var undir eftirliti vegna dóms sem hann hlaut í slíku máli þegar hann sendi Whalen skilaboðin. Hún hefur lýst því að hún hafi talið skilaboðin ógnandi og að þau hafi breytt lífi hennar. Hún hafi lamast af ótta og kvíða, aflýst tónleikum, sótt um byssuleyfi og sofið með kveikt ljós vegna stanslauss áreitis Counterman. Á meðal skilaboðanna sem Counterman sendi Whalen var: „Þú ert ekki góð fyrir mannleg samskipti. Deyðu. Þarf ekki á þér að halda.“ Í öðrum skilaboðum notaði hann fúkyrði og gaf í skyn að hann fylgdist með ferðum hennar. Counterman heldur því fram að hann þjáist af geðsjúkdómi og sé haldinn ranghugmyndum. Ætlaði sér ekki að ógna Whalen Áfrýjun Counterman á þeirri forsendu að skilaboðin væru varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár var hafnað þar sem ríkisdómstóll taldi þau fela í sér raunverulega hótun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur talið að beinar hótanir falli ekki undir tjáningarfrelsisákvæðið. Fyrir Hæstarétti héldu lögmenn Counterman því fram að saksóknarar í Colorado hefðu þurft að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að ógna Whalen áður en þeir ákváðu að skilaboð hans nytu ekki verndar stjórnarskrár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Counterman byggir á því að hann hafi aldrei ætlað sér að ógna Whalen og því hafi skilaboðin rúmast innan tjáningarfrelsis hans. Sjö dómarar af níu við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu rétt að ógilda sakfellingu eltihrellisins.Vísir/Getty Afgerandi meirihluti hæstaréttardómara tók undir rök Counterman. Saksóknarar þyrftu að sýna fram á að sakborningur hefði „hunsað verulega hættu á að litið yrði á skilaboð sem hótun um ofbeldi“ til þess að forðast kælingaráhrif á tjáningu sem fæli ekki í sér hótanir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Fjórir íhaldsmenn af sex og allir þrír frjálslyndu dómararnir stóðu að meirihlutaáliti í málinu. Lokaði ítrekað á hann á Facebook Whalen svaraði aldrei skilaboð Counterman sem hófu að berast árið 2014. Þegar hún lokaði á hann á samfélagsmiðlinum Facebook stofnaði hann nýja aðganga og sendi henni skilaboð á fleiri miðlum. Alls lokaði Whalen fjórum sinnum á Counterman á Facebook. Það var ekki fyrr en ættingi Whalen hafði samband við lögreglu sem Counterman var ákærður fyrir umsáturseinelti árið 2016. Það var skilgreind í lögum í Colorado sem skilaboð sem gætu valdið venjulegri manneskju alvarlegu tilfinningalegu uppnámi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira