Í tilefni aðalfundar Atvinnufjelagsins Sigmar Vilhjálmsson skrifar 27. júní 2023 14:30 Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun