Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2023 12:02 EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar. Beltadrekinn myndi nota ofurheitan ljósboga til að bræða sig í gegnum bergið. Earthgrid Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra. Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra.
Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20