Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2023 12:02 EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar. Beltadrekinn myndi nota ofurheitan ljósboga til að bræða sig í gegnum bergið. Earthgrid Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra. Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í frétt á vef Stjórnarráðsins kemur fram að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi skrifað undir yfirlýsinguna ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa EarthGrid, í Vestmannaeyjum á föstudag. Vísir vakti athygli á þessari tækni í frétt í fyrrasumar en þar sagði að ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð. Sú aðferð að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekti vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt væri að með þessari tækni mætti grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson, fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Í frétt Stjórnarráðsins um viljayfirlýsinguna segir að mikil framþróun sé fyrirsjáanleg í jarðgangagerð í heiminum með tilkomu svokallaðra kyndilborunartækni, sem á ensku kallast „plasma tunnel-boring technology“. Í stað þess að bora og sprengja með hefðbundnum hætti séu fyrirtæki að byrja að nýta kyndilbora sem bræði bergið. „Hagræðið við þessa aðferð er mikið og er talið að á sólarhring sé hægt að bræða allt að einum kílómetra sem er mun meira en hægt er með hefðbundnum aðferðum. Kostnaður við þessa aðferð er einnig mun minni en talið er að kostnaður sé allt að helmingi minni en við þekkjum í dag. Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Þar segir ennfremur að tækniþróunin sé hröð og að kyndilboranir fyrir lagnagöng í Bandaríkjunum hefjist fyrir lok árs. Lagnagöng séu fyrst á dagskrá en búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. „Það liggur fyrir gríðarleg þörf fyrir fjölmörg jarðgöng eins og kemur fram í tillögu að nýrri samgönguáætlun. Ný tækni við jarðgangagerð getur verið mjög dýrmæt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er. Það er sérstaklega ánægjulegt að skrifa undir þessa viljayfirlýsingu í Eyjum í dag,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. „Það eru mikil tækifæri í því fólgin fyrir okkur Íslendinga að nýta tækniþróun og nýsköpun til uppbyggingar innviða og það er von mín að þessi aðferð geti komið að góðum notum í þeim stóru verkefnum sem við blasa,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra.
Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Orkumál Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20