Fann hornstein lífrænnar efnafræði í sólkerfi í fæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 12:21 Frumsólkerfisskífan sést á neðri myndinni til hægri. Hinar myndirnar tvær sýna nánar staðsetningu hennar í miðri Óríóngeimþokunni. ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa. Svonefnd metýlkatjón (CH3+), jákvætt hlaðin sameind kolefnis og vetnis, gegnir lykilhlutverki í myndun kolefnissameinda og efnasambanda vegna þess hversu auðveldlega hún getur hvarfast við aðrar sameindir. Hún hefur verið talin hornsteinn lífrænnar efnafræði í alheiminum en allt líf eins og við þekkjum það gert úr kolefni. Uppgötvun sameindarinnar í frumsólkerfisskífu í kringum unga stjörnu í Sverðþokunni í stjörnuþokunni Óríon markar tímamót þar sem hún hefur aldrei áður fundist í sólkerfi í myndun. Öflugasti geimsjónauki mannkynsins, James Webb-sjónaukinn, gat efnagreint skífuna með litrófsmælingu og þannig komið auga á sameindina mikilvægu, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Stjörnur og sólkerfi myndast af miklum móð í Sverðþokunni sem er hluti af Óríongeimþokunni.ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Þversagnarkennt hlutverk útfjólublás ljóss Rannsóknin á sólkerfisskífunni d203-506 sem er í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni varpaði einnig ljósi á þversagnakenndar vísbendingar um hvernig útfjólublátt ljós hefur áhrif á myndun lífs í alheiminum. Orkumikið útfjólublátt ljós hefur fyrst og fremst verið talið skaðlegt lífi þar sem það brýtur niður flókin lífræn efnasambönd. Engu að síður sýna rannsóknir á loftsteinum í sólkerfinu okkar, því eina sem vitað er til að líf hafi kviknað, að það var baðað í útfjólublárri geislun frá massamiklum nágrannastjörnum sólarinnar á bernskuárum þess. Stjörnufræðingar telja raunar að flestar frumsólkerfisskífur gangi í gegnum tímabil mikillar útfjólublárrar geislunar þar sem stjörnur myndast yfirleitt í knippum, þar á meðal stórar stjörnur sem geisla útfjólubláu ljósi. Lausnin á þessari þversögn gæti hafa komið fram í rannsókn sem hluti vísindamannanna sem rannsökuðu d203-506 gerði á tilraunastofu, að því er segir í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Niðurstöður þeirra benda til þess að tilvist metýlkatjóna tengist útfjólublárri geislun en orka hennar gerir katjónunum kleift að myndast. Útfjólublátt ljós virðist gerbreyta efnasamsetningu frumsólkerfisskífa í alheiminum. Rannsóknir Webb benda til þess að þær skífur sem verða ekki fyrir mikilli útfjólublárri geislun séu fullar af vatni. Í d203-506 greindist hins vegar ekki arða af vatni. „Þetta sýnir skýrt að útfjólublá geislun getur breytt algerlega efnafræði frumsólkerfisskífa. Hún gæti raunar leikið lykilhlutverk í fyrstu efnafræðilegu stigum lífs með því að auðvelda myndun CH3+, nokkuð sem hefur kannski verið vanmetið til þessa,“ segir Oliver Berné, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Svonefnd metýlkatjón (CH3+), jákvætt hlaðin sameind kolefnis og vetnis, gegnir lykilhlutverki í myndun kolefnissameinda og efnasambanda vegna þess hversu auðveldlega hún getur hvarfast við aðrar sameindir. Hún hefur verið talin hornsteinn lífrænnar efnafræði í alheiminum en allt líf eins og við þekkjum það gert úr kolefni. Uppgötvun sameindarinnar í frumsólkerfisskífu í kringum unga stjörnu í Sverðþokunni í stjörnuþokunni Óríon markar tímamót þar sem hún hefur aldrei áður fundist í sólkerfi í myndun. Öflugasti geimsjónauki mannkynsins, James Webb-sjónaukinn, gat efnagreint skífuna með litrófsmælingu og þannig komið auga á sameindina mikilvægu, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Stjörnur og sólkerfi myndast af miklum móð í Sverðþokunni sem er hluti af Óríongeimþokunni.ESA/Webb, NASA, CSA, M. Zamani (ESA/Webb), the PDRs4All ERS Team Þversagnarkennt hlutverk útfjólublás ljóss Rannsóknin á sólkerfisskífunni d203-506 sem er í um 1.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni varpaði einnig ljósi á þversagnakenndar vísbendingar um hvernig útfjólublátt ljós hefur áhrif á myndun lífs í alheiminum. Orkumikið útfjólublátt ljós hefur fyrst og fremst verið talið skaðlegt lífi þar sem það brýtur niður flókin lífræn efnasambönd. Engu að síður sýna rannsóknir á loftsteinum í sólkerfinu okkar, því eina sem vitað er til að líf hafi kviknað, að það var baðað í útfjólublárri geislun frá massamiklum nágrannastjörnum sólarinnar á bernskuárum þess. Stjörnufræðingar telja raunar að flestar frumsólkerfisskífur gangi í gegnum tímabil mikillar útfjólublárrar geislunar þar sem stjörnur myndast yfirleitt í knippum, þar á meðal stórar stjörnur sem geisla útfjólubláu ljósi. Lausnin á þessari þversögn gæti hafa komið fram í rannsókn sem hluti vísindamannanna sem rannsökuðu d203-506 gerði á tilraunastofu, að því er segir í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Niðurstöður þeirra benda til þess að tilvist metýlkatjóna tengist útfjólublárri geislun en orka hennar gerir katjónunum kleift að myndast. Útfjólublátt ljós virðist gerbreyta efnasamsetningu frumsólkerfisskífa í alheiminum. Rannsóknir Webb benda til þess að þær skífur sem verða ekki fyrir mikilli útfjólublárri geislun séu fullar af vatni. Í d203-506 greindist hins vegar ekki arða af vatni. „Þetta sýnir skýrt að útfjólublá geislun getur breytt algerlega efnafræði frumsólkerfisskífa. Hún gæti raunar leikið lykilhlutverk í fyrstu efnafræðilegu stigum lífs með því að auðvelda myndun CH3+, nokkuð sem hefur kannski verið vanmetið til þessa,“ segir Oliver Berné, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira