Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 11:27 Helga Vala Helgadóttir og Brynjar Níelsson mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. „Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“ Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“
Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira