Innlent

Eldur í Teigunum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishússins í kvöld.
Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishússins í kvöld. Vísir

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður.

Fjölbýlishúsið sem um ræðir er staðsett við Hraunteig í Laugardalnum. Nokkur viðbúnaður er á svæðinu en tvær stöðvar voru sendar út til að kljást við eldinn. Varðstjórinn telur þó að engin hætta sé á ferðum fyrir fólk.

Samkvæmt varðstjóra á vettvangi kviknaði í þakpappa en framkvæmdir höfðu verið á þaki hússins. Þá staðfestir hann að engin slys hafi orðið á fólki.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×