Katrín Jakobsdóttir stundi ómerkilega pólitík Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 16:41 Jóhann Páll Jóhannsson hefur gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur harðlega fyrir linkind í garð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24