Katrín Jakobsdóttir stundi ómerkilega pólitík Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 16:41 Jóhann Páll Jóhannsson hefur gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur harðlega fyrir linkind í garð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands harðlega. Hann segir þar að það sem hafi verið kallað „farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar“ þar sem „engin lög hefðu verið brotin“ hafi endað með hæstu sekt Íslandssögunnar. Þá hafi Katrín Jakobsdóttir sagt undirbúning sölunnar og þátt ráðherra „tipp topp“ en aðeins framkvæmdin hafi verið í ólagi. „Nú vill hún að eiginlega allir sem komu að ferlinu „standi skil á sínum gjörðum fyrir almenningi“… nema auðvitað ráðherrann sem ber lagalega og pólitíska ábyrgð á sölunni, átti að marka henni skynsamlegan ramma, hafa eftirlit með ferlinu og gæta þess að lögum væri fylgt,“ segir í færslunni. „Þetta er ómerkileg pólitík sem ég held að fólkið í landinu sjái í gegnum,“ segir hann. Loks segir hann að ef Katrín Jakobsdóttir trúi því raunverulega að vinnubrögð fjármálaráðherra og undirbúningur sölunnar standist skoðun ættu hún og hennar þingflokkur „að falla frá andstöðu sinni við að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins.“ Hann segir slíka rannsókn lykilinn að því að „hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24