Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 16:02 Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, í Rostov-on-Don á laugardag. Ekki er ljóst hvar hann er niður kominn eftir að skammlífri uppreisn hans lauk. AP/ Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Mikill viðbúnaður var í Moskvu um helgina þegar hersveitir Wagner-hópsins stefndu þangað eftir að þær sölsuðu undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Kallaði Prigozhin eftir því að varnarmálaráðherra Rússlands og yfirmanni hersins yrði steypt af stóli. Uppreisninni lauk með samkomulagi sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, átti þátt í að koma á. Prigozhin fullyrti að fyrir honum hafi ekki vakað að ræna völdum í Rússlandi í hljópupptöku sem hann birti á samskiptaforritinu Telegram í dag. Til hafi staðið að leysa Wagner-hópinn og aðra málaliðasveitir upp og innlima liðsmenn þeirra í rússneska herinn um mánaðamótin. Wagner-liðar hafi ekki viljað verða að „fallbyssufóðri“ rússneska hersins í Úkraínu í ljósi þess hvernig hann hafi staðið sig í Úkraínu. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið loftárás rússneska hersins sem hafi kostað þrjátíu Wagner-liða lífið. „Tilgangur herferðarinnar var að koma í veg fyrir eyðileggingu Wagner og að koma réttlæti yfir þá sem gerðu mikinn fjölda mistaka í sérstöku hernaðaraðgerðinni með ófaglegum gjörðum sínum. Það var eftirspurn eftir því á meðal almennings,“ sagði Prigozhin í upptökunni að sögn Mary Llyushinu, fréttaritara Washington Post. Prigozhin is back with an 11-min audio message. Says the reason he marches is because Wagner was forced to disband on July 1s because of Shoigu order to sign contracts. Wagner commanders refused to sign. Thread:— Mary Ilyushina (@maryilyushina) June 26, 2023 Þrátt fyrir að hersveitir hans hafi skotið niður þyrlur á leið sinni í átt að Moskvu fullyrti Prigozhin að Wagner-liðar hefðu numið staðar um leið og þeir mættu mótstöðu og að í blóðbað stefndi. Sókn hans hafi afhjúpað öryggisbrest þar sem hersveitir hans hafi náð að lama herinn og sækja lengra fram en rússneski herinn í Úkraínu. Liður í samkomulaginu sem Prigozhin gerði við stjórnvöld í Kreml var að liðsmenn hans sem tóku þátt í uppreisninni yrðu ekki sóttir til saka. Rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Prigozhin sé enn til rannsóknar fyrir landráð.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55 Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. 26. júní 2023 06:55
Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. 24. júní 2023 21:00
Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina. 24. júní 2023 17:30