„Ekkert tengslanet, engin vinna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 07:01 Ljiridona Osmani hlaut nýverið meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ. Þegar hún var fimm ára flúði fjölskylda hennar frá Kósovó til Íslands. Aðsent/samsett Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. Ljiridona Osmani lauk nýverið meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Þar tók hún tíu viðtöl við menntaða innflytjendur um upplifun þeirra af íslenskum vinnumarkaði. Afrakstur rannsóknarinnar var ritgerðin „Ekkert tengslanet engin vinna“ þar sem gefur að líta nokkuð sláandi niðurstöðu hvað varðar stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Vísir ræddi við hana um rannsóknina. Erfitt að komast inn á íslenskan vinnumarkað Árið 2002 þegar Ljiridona var fimm ára flúðu foreldrar hennar með hana og bróður hennar frá Kosóvó til Íslands. Þau hafa búið á Suðurnesjum síðan svo hún þekkir af eigin reynslu að vera innflytjandi á Íslandi. Reynsla hennar og fjölskyldumeðlima af íslenskum vinnumarkaði kveikti áhuga hennar á rannsóknarefninu. Ljiridona ásamt foreldrum sínum við útskriftarathöfn hennar úr meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.Aðsent „Ég er sjálf innflytjandi og þetta er eitthvað sem ég ásamt fjölskyldumeðlimum höfum þurft að díla við. Það er erfitt fyrir okkur að komast inn á íslenskan vinnumarkað, hvað þá þegar þú hefur ekki menntun, tungumálið eða tengslanetið, sem var mest áberandi í ritgerðinni,“ sagði Ljiridona. „Ég tók viðtöl við tíu menntaða innflytjendur á Íslandi,“ segir Ljiridona um rannsóknina. Í viðtölunum notaði hún ákveðinn viðtalsramma sem aðlagaðist síðan ólíkt að hverjum einstaklingi eftir því sem leið á viðtölin. „Mér fannst mikilvægt að skoða menntunina af því menntaðir innflytjendur ganga ekki einu sinni fyrir ómenntaða Íslendinga,“ segir Ljiridona. Engin vinna án tengslanets Í viðtölunum voru fjögur gegnumgangandi þemu sem flestir viðmælendur upplifðu. Þau voru mikilvægi tengslanets í atvinnuleit, áhrif tungumálakunnáttu, skortur á upplýsingamiðlun og stuðningi og loks lágt mat á erlendri háskólamenntun. „Mest áberandi var tengslanetið. Það höfðu allir viðmælendur komist inn á íslenskan vinnumarkað vegna tengslanets. Hvort sem það voru vinir eða maki þá komust þau inn á vinnumarkað bara vegna þess,“ segir Ljiridona. Titill ritgerðarinnar, „Ekkert tengslanet engin vinna,“ er setning sem einn viðmælenda sagði í viðtali og segir Ljiridona það lýsa upplifun innflytjenda og útlendinga af ástandinu á íslenskum vinnumarkaði. Ljiridona og fjölskylda hennar flúðu frá Kósovó árið 2002 vegna Júgóslavíustríðsins. Fyrst um sinn var fjölskyldan búsett á Árskógsströnd í Eyjafirði áður en þau fluttu í Garðinn árið 2006. Í dag búa þau í Reykjanesbæ.Aðsent „Ein í viðtalinu var búin að vera á Íslandi í alveg nokkur ár og komst aldrei inn á vinnumarkað. Hún eignaðist síðan íslenskan mann og hann reddaði henni vinnu,“ segir Ljiridona. Önnur sagði „ef ég hefði ekki þekkt til einnar stelpu sem gat reddað mér vinnu þá væri ég örugglega enn þá í leit að vinnu“. Sú fullyrti einnig að „skyldmenni eða gott tengslanet“ kæmi fólki efst á listann í atvinnuviðtölum hérlendis. Ómögulegt að læra tungumálið ef maður kemst ekki að Fleira kom í ljós í viðtölunum, þar á meðal fordómar vegna hörundslitar og ófullkominnar íslensku og upplifun viðmælenda af því að ættingjar vinnuveitenda gengju fyrir í ráðningum. Þá væru Íslendingar svo lokaðir að útlendingar ættu erfitt með að komast inn í íslenska vinahópa sem væru þegar búnir að mótast. „Þetta er lítið land og það er líka erfitt að eignast vini. Það er erfitt að koma sér inn í vinahópa þar sem Íslendingar eru búnir að þekkjast síðan í leikskóla. Þetta eru lokaðir hópar sem eiga erfitt með að leyfa nýjum að koma inn,“ segir Ljiridona. „Hvernig eiga þessir einstaklingar að læra tungumálið þegar þau eru ekki samþykkt inn á vinnumarkað eða inn í vinahópa?“ Skipt strax í ensku eða gripið fram í Viðmælendur töluðu um að lykillinn að íslensku samfélagi væri að geta talað íslensku og það væri mikilvægt að kunna hana til þess að verða þátttakendur í samfélaginu og mynda tengsl. Einn viðmælandi orðaði það svo: „Ef maður talar ekki íslensku þá kemst maður ekkert áfram hér á Íslandi.“ Íslenskukunnátta aftraði fólki ekki þegar kom að dagsdaglegri þjónustu, t.d. í matvörubúðum eða hjá lækni. Hins vegar olli íslenskukunnátta miklum vandræðum þegar kom að vinnumarkaði. Fólk fengi yfirleitt ekki vinnu ef það talaði ekki íslensku eða talaði bjagaða íslensku. Þá sögðust margir hafa lent í aðkasti frá viðskiptavinum vegna húðlitar og tungumálakunnáttu. Að sama skapi fengi fólk sjaldan tækifæri til að spreyta sig á íslensku af því Íslendingar færu alltaf beint í ensku. „Einstaklingar sem tala með hreim eiga oft og tíðum erfiðara með að tjá sig. Þeir eru lengur að koma út úr sér orðunum og þá er alltaf gripið strax í ensku eða gripið fram í, setningarnar kláraðar fyrir þá,“ segir Ljiridona. Flestir viðmælendanna höfðu farið á íslenskunámskeið eða farið í nám í íslensku. Upplifun þeirra var að það þyrfti að auka fjölbreytni á íslenskunámi fyrir útlendinga. Framboðið væri of einsleitt og mörgum fannst námskeiðin of stutt til að það lærði nægilega mikið. „Þetta er bara ein leið og allir læra það sama,“ segir Ljiridona um það sem er í boði. Enn fremur sé ekki tekið tillit til þeirra sem passi ekki inn í formið. Svindlað á fólki vegna skorts á upplýsingum Viðmælendur upplifðu sig skorta bæði stuðning og viðeigandi upplýsingar vegna vinnumarkaðs- og launamála. Fyrir vikið lentu margir í því að svindlað væri á þeim. „Ein var búin að fá vitlaust útborgað í mjög langan tíma en það sagði engin henni frá því fyrr en hún sýndi íslenskum vinkonum sínum launaseðilinn,“ segir Ljiridona. Sjá einnig: Rödd innflytjenda sem virðist aldrei ná áheyrn eða umboði Það að geta leitað til einhvers væri mikilvægt segir Ljiridona en viðmælendur upplifðu það að sér væri hent í djúpu laugina án þess að fá nokkra hjálp. Fólk vissi ekkert hvert það gæti leitað eftir upplýsingum. „Átta prósent innflytjanda eru með lægri laun en Íslendingar á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Ljiridona. Það sé eitthvað sem ekki allir viti. Erlendar háskólagráður ekki metnar að virði Viðmælendur voru sammála um að gráður frá erlendum háskólum væru ekki metnar sem skyldi á íslenskum vinnumarkaði. Fólk sækti um störf en fengi aldrei nein svör eða viðtöl. Þátttakendur töldu þetta vera verulegt vandamál sem þyrfti að leysa þar sem þeir töldu menntun sína og hæfni á vinnumarkaði ekki nýtast nægilega vel. „Það voru nokkrir sem komu með gráður frá heimalandi sínu. Það var lítið sem ekkert metið og þau ákváðu því frekar að mennta sig meira á Íslandi af því þau sáu að menntun sem er merkt íslenskum háskólum kemur þeim áfram,“ segir hún. Þegar fólk menntaði sig og kæmist inn á vinnustaði lenti fólk samt í því að það var gengið fram hjá þemi. „Það var ein sem sótti um á leikskóla, fór að vinna og menntaði sig. Hún kláraði leikskólafræði og það losnaði deildarstjórastaða. Hún sótti um, fékk ekki stöðuna og það kom inn ómenntaður Íslendingur sem þekkti til leikskólastjórans,“ segir Ljiridona. Álitin Íslendingur þar til fólk sér nafnið Aðspurð hvað hafi komið sér mest á óvart við rannsóknina segir Ljiridona það hafa verið vægi tengslanetsins. Eftir á að hyggja er hún þó ekki svo hissa, landið sé það lítið að sambönd skipta miklu máli. Hún telur sig sjálfa heppna þar sem hún lítur útlitslega út fyrir að vera íslensk og ólst upp frá barnsaldri á landinu svo hún talar reiprennandi lýtalausa íslensku. Það sem trufli fólk helst sé nafnið en það hafi líka stundum hamlað henni í atvinnuleit. „Ég tel mig vera heppna að, ég passa inn fyrir utan nafnið. Útlitslega séð eru það ekki margir sem halda að ég sé útlendingur fyrr en þeir sjá nafnið mitt. Stundum þarf maður þá bara að tala ensku en það er eins og gengur og gerist,“ segir Ljiridona að lokum. Innflytjendamál Háskólar Kósovó Reykjanesbær Vinnumarkaður Íslensk tunga Tengdar fréttir Hafi fjármagnað íslenskukennslu fyrir hundruð milljóna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjármagnað verkefni í íslenskukennslu fyrir útlendinga um 153 milljónir á þessu ári og Félags og vinnumarkaðsráðuneytið fullorðinsfræðslu um hundruð milljóna. 25. apríl 2023 07:00 Fjórtán prósent grunnskólanema með erlent móðurmál Fjórtán prósent nemenda í grunnskólum landsins hafa erlent móðurmál. Fjölgar þeim þó nokkuð milli ára. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska. Aldrei hafa verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. 18. apríl 2023 09:20 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Ljiridona Osmani lauk nýverið meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Þar tók hún tíu viðtöl við menntaða innflytjendur um upplifun þeirra af íslenskum vinnumarkaði. Afrakstur rannsóknarinnar var ritgerðin „Ekkert tengslanet engin vinna“ þar sem gefur að líta nokkuð sláandi niðurstöðu hvað varðar stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Vísir ræddi við hana um rannsóknina. Erfitt að komast inn á íslenskan vinnumarkað Árið 2002 þegar Ljiridona var fimm ára flúðu foreldrar hennar með hana og bróður hennar frá Kosóvó til Íslands. Þau hafa búið á Suðurnesjum síðan svo hún þekkir af eigin reynslu að vera innflytjandi á Íslandi. Reynsla hennar og fjölskyldumeðlima af íslenskum vinnumarkaði kveikti áhuga hennar á rannsóknarefninu. Ljiridona ásamt foreldrum sínum við útskriftarathöfn hennar úr meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands.Aðsent „Ég er sjálf innflytjandi og þetta er eitthvað sem ég ásamt fjölskyldumeðlimum höfum þurft að díla við. Það er erfitt fyrir okkur að komast inn á íslenskan vinnumarkað, hvað þá þegar þú hefur ekki menntun, tungumálið eða tengslanetið, sem var mest áberandi í ritgerðinni,“ sagði Ljiridona. „Ég tók viðtöl við tíu menntaða innflytjendur á Íslandi,“ segir Ljiridona um rannsóknina. Í viðtölunum notaði hún ákveðinn viðtalsramma sem aðlagaðist síðan ólíkt að hverjum einstaklingi eftir því sem leið á viðtölin. „Mér fannst mikilvægt að skoða menntunina af því menntaðir innflytjendur ganga ekki einu sinni fyrir ómenntaða Íslendinga,“ segir Ljiridona. Engin vinna án tengslanets Í viðtölunum voru fjögur gegnumgangandi þemu sem flestir viðmælendur upplifðu. Þau voru mikilvægi tengslanets í atvinnuleit, áhrif tungumálakunnáttu, skortur á upplýsingamiðlun og stuðningi og loks lágt mat á erlendri háskólamenntun. „Mest áberandi var tengslanetið. Það höfðu allir viðmælendur komist inn á íslenskan vinnumarkað vegna tengslanets. Hvort sem það voru vinir eða maki þá komust þau inn á vinnumarkað bara vegna þess,“ segir Ljiridona. Titill ritgerðarinnar, „Ekkert tengslanet engin vinna,“ er setning sem einn viðmælenda sagði í viðtali og segir Ljiridona það lýsa upplifun innflytjenda og útlendinga af ástandinu á íslenskum vinnumarkaði. Ljiridona og fjölskylda hennar flúðu frá Kósovó árið 2002 vegna Júgóslavíustríðsins. Fyrst um sinn var fjölskyldan búsett á Árskógsströnd í Eyjafirði áður en þau fluttu í Garðinn árið 2006. Í dag búa þau í Reykjanesbæ.Aðsent „Ein í viðtalinu var búin að vera á Íslandi í alveg nokkur ár og komst aldrei inn á vinnumarkað. Hún eignaðist síðan íslenskan mann og hann reddaði henni vinnu,“ segir Ljiridona. Önnur sagði „ef ég hefði ekki þekkt til einnar stelpu sem gat reddað mér vinnu þá væri ég örugglega enn þá í leit að vinnu“. Sú fullyrti einnig að „skyldmenni eða gott tengslanet“ kæmi fólki efst á listann í atvinnuviðtölum hérlendis. Ómögulegt að læra tungumálið ef maður kemst ekki að Fleira kom í ljós í viðtölunum, þar á meðal fordómar vegna hörundslitar og ófullkominnar íslensku og upplifun viðmælenda af því að ættingjar vinnuveitenda gengju fyrir í ráðningum. Þá væru Íslendingar svo lokaðir að útlendingar ættu erfitt með að komast inn í íslenska vinahópa sem væru þegar búnir að mótast. „Þetta er lítið land og það er líka erfitt að eignast vini. Það er erfitt að koma sér inn í vinahópa þar sem Íslendingar eru búnir að þekkjast síðan í leikskóla. Þetta eru lokaðir hópar sem eiga erfitt með að leyfa nýjum að koma inn,“ segir Ljiridona. „Hvernig eiga þessir einstaklingar að læra tungumálið þegar þau eru ekki samþykkt inn á vinnumarkað eða inn í vinahópa?“ Skipt strax í ensku eða gripið fram í Viðmælendur töluðu um að lykillinn að íslensku samfélagi væri að geta talað íslensku og það væri mikilvægt að kunna hana til þess að verða þátttakendur í samfélaginu og mynda tengsl. Einn viðmælandi orðaði það svo: „Ef maður talar ekki íslensku þá kemst maður ekkert áfram hér á Íslandi.“ Íslenskukunnátta aftraði fólki ekki þegar kom að dagsdaglegri þjónustu, t.d. í matvörubúðum eða hjá lækni. Hins vegar olli íslenskukunnátta miklum vandræðum þegar kom að vinnumarkaði. Fólk fengi yfirleitt ekki vinnu ef það talaði ekki íslensku eða talaði bjagaða íslensku. Þá sögðust margir hafa lent í aðkasti frá viðskiptavinum vegna húðlitar og tungumálakunnáttu. Að sama skapi fengi fólk sjaldan tækifæri til að spreyta sig á íslensku af því Íslendingar færu alltaf beint í ensku. „Einstaklingar sem tala með hreim eiga oft og tíðum erfiðara með að tjá sig. Þeir eru lengur að koma út úr sér orðunum og þá er alltaf gripið strax í ensku eða gripið fram í, setningarnar kláraðar fyrir þá,“ segir Ljiridona. Flestir viðmælendanna höfðu farið á íslenskunámskeið eða farið í nám í íslensku. Upplifun þeirra var að það þyrfti að auka fjölbreytni á íslenskunámi fyrir útlendinga. Framboðið væri of einsleitt og mörgum fannst námskeiðin of stutt til að það lærði nægilega mikið. „Þetta er bara ein leið og allir læra það sama,“ segir Ljiridona um það sem er í boði. Enn fremur sé ekki tekið tillit til þeirra sem passi ekki inn í formið. Svindlað á fólki vegna skorts á upplýsingum Viðmælendur upplifðu sig skorta bæði stuðning og viðeigandi upplýsingar vegna vinnumarkaðs- og launamála. Fyrir vikið lentu margir í því að svindlað væri á þeim. „Ein var búin að fá vitlaust útborgað í mjög langan tíma en það sagði engin henni frá því fyrr en hún sýndi íslenskum vinkonum sínum launaseðilinn,“ segir Ljiridona. Sjá einnig: Rödd innflytjenda sem virðist aldrei ná áheyrn eða umboði Það að geta leitað til einhvers væri mikilvægt segir Ljiridona en viðmælendur upplifðu það að sér væri hent í djúpu laugina án þess að fá nokkra hjálp. Fólk vissi ekkert hvert það gæti leitað eftir upplýsingum. „Átta prósent innflytjanda eru með lægri laun en Íslendingar á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Ljiridona. Það sé eitthvað sem ekki allir viti. Erlendar háskólagráður ekki metnar að virði Viðmælendur voru sammála um að gráður frá erlendum háskólum væru ekki metnar sem skyldi á íslenskum vinnumarkaði. Fólk sækti um störf en fengi aldrei nein svör eða viðtöl. Þátttakendur töldu þetta vera verulegt vandamál sem þyrfti að leysa þar sem þeir töldu menntun sína og hæfni á vinnumarkaði ekki nýtast nægilega vel. „Það voru nokkrir sem komu með gráður frá heimalandi sínu. Það var lítið sem ekkert metið og þau ákváðu því frekar að mennta sig meira á Íslandi af því þau sáu að menntun sem er merkt íslenskum háskólum kemur þeim áfram,“ segir hún. Þegar fólk menntaði sig og kæmist inn á vinnustaði lenti fólk samt í því að það var gengið fram hjá þemi. „Það var ein sem sótti um á leikskóla, fór að vinna og menntaði sig. Hún kláraði leikskólafræði og það losnaði deildarstjórastaða. Hún sótti um, fékk ekki stöðuna og það kom inn ómenntaður Íslendingur sem þekkti til leikskólastjórans,“ segir Ljiridona. Álitin Íslendingur þar til fólk sér nafnið Aðspurð hvað hafi komið sér mest á óvart við rannsóknina segir Ljiridona það hafa verið vægi tengslanetsins. Eftir á að hyggja er hún þó ekki svo hissa, landið sé það lítið að sambönd skipta miklu máli. Hún telur sig sjálfa heppna þar sem hún lítur útlitslega út fyrir að vera íslensk og ólst upp frá barnsaldri á landinu svo hún talar reiprennandi lýtalausa íslensku. Það sem trufli fólk helst sé nafnið en það hafi líka stundum hamlað henni í atvinnuleit. „Ég tel mig vera heppna að, ég passa inn fyrir utan nafnið. Útlitslega séð eru það ekki margir sem halda að ég sé útlendingur fyrr en þeir sjá nafnið mitt. Stundum þarf maður þá bara að tala ensku en það er eins og gengur og gerist,“ segir Ljiridona að lokum.
Innflytjendamál Háskólar Kósovó Reykjanesbær Vinnumarkaður Íslensk tunga Tengdar fréttir Hafi fjármagnað íslenskukennslu fyrir hundruð milljóna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjármagnað verkefni í íslenskukennslu fyrir útlendinga um 153 milljónir á þessu ári og Félags og vinnumarkaðsráðuneytið fullorðinsfræðslu um hundruð milljóna. 25. apríl 2023 07:00 Fjórtán prósent grunnskólanema með erlent móðurmál Fjórtán prósent nemenda í grunnskólum landsins hafa erlent móðurmál. Fjölgar þeim þó nokkuð milli ára. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska. Aldrei hafa verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. 18. apríl 2023 09:20 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Hafi fjármagnað íslenskukennslu fyrir hundruð milljóna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjármagnað verkefni í íslenskukennslu fyrir útlendinga um 153 milljónir á þessu ári og Félags og vinnumarkaðsráðuneytið fullorðinsfræðslu um hundruð milljóna. 25. apríl 2023 07:00
Fjórtán prósent grunnskólanema með erlent móðurmál Fjórtán prósent nemenda í grunnskólum landsins hafa erlent móðurmál. Fjölgar þeim þó nokkuð milli ára. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska. Aldrei hafa verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. 18. apríl 2023 09:20
Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00
Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15