Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Eiður Þór Árnason skrifar 26. júní 2023 13:30 Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri segir íslenskt hagkerfi á yfirsnúningi. vísir/vilhelm Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. Þetta segir Már Guðmundsson í Vísbendingu þar sem hann fer vítt og breitt um tíma sinn sem seðlabankastjóri á árunum 2009 til 2019 sem var ekki laus við átök og áskoranir. Ársverðbólga mældist 9,5 prósent hér á landi í maímánuði, langt frá 2,5 prósent markmiði Seðlabankans. Hagstofan uppfærir vísitölu neysluverðs á miðvikudag og spáir bæði Landsbankinn og Íslandsbanki því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og fari undir 9 prósent, þá í fyrsta sinn í eitt ár. Már segir um eftirspurnarverðbólgu að ræða sem skýrist af því að umsvifin í íslensku hagkerfi séu einfaldlega of mikil. „Við verðum að hætta að tala um að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Að þetta sé Reykjavík að kenna. Að þetta sé hinu og þessu að kenna. Þetta er bara það sem þetta er. Umsvifin eru umfram það sem kerfið þolir. Það er of mikil innlend eftirspurn og það verður auðvitað að kæla hana. Oft segir fólk: Já, það er verðbólga en góðu fréttirnar eru að það er mikill hagvöxtur. Það er hins vegar bara hin hliðin á sama peningnum,“ er haft eftir Má í Vísbendingu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir raskar stýrivaxtahækkanir. vísir/vilhelm Már bætir við að verðstöðugleiki geti ekki verið eina markmið stjórnvalda sem þurfi einnig að huga að fórnarkostnaði og almannahag í víðari skilningi. Erfitt sé að gera stórtæka atlögu að verðbólgunni án þess að slíkar aðgerðir hafi neikvæðar afleiðingar fyrir fólk og fyrirtæki. „Það er auðvitað hægt að ná niður verðbólgu á morgun með nógu drastískum aðgerðum. Með því að tæma hús, senda fólk úr landi í stórum stíl og loka heilu atvinnugreinunum. Þá dettur þenslan niður. En það er ekki það sem við viljum. Við viljum hafa aðlögunarferli að þessu markmiði og forðast of mikinn fórnarkostnað af of snöggri niðurkeyrslu verðbólgunnar. Við viljum gefa okkur tíma til þess.“ Stýrivaxtahækkanir þyrnir í augum Seðlabankinn hefur brugðist við þrálátri verðbólgunni með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum sem hafa leitt til aukins vaxtakostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki. Hafa stýrivextir verið færðir úr 3,75 í 8,75 prósent á rétt rúmu ári. Hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hlotið nokkra gagnrýni fyrir framgöngu sína, ekki síst frá verkalýðsforkólfum. Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóri hefur kallað eftir heildarlausn við verðbólguvandanum og sagt forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfa að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent í júní. Að sögn bankans hefur þróun á íbúðamarkaði haft mikil áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og muni sömuleiðis gera það í júní þó að íbúðaverð hækki talsvert hægar en mánuðina á undan. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar þegar hún mældist 10,2 prósent. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni fyrr í mánuðinum að hann teldi að verðbólgan komi til með að lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Þetta segir Már Guðmundsson í Vísbendingu þar sem hann fer vítt og breitt um tíma sinn sem seðlabankastjóri á árunum 2009 til 2019 sem var ekki laus við átök og áskoranir. Ársverðbólga mældist 9,5 prósent hér á landi í maímánuði, langt frá 2,5 prósent markmiði Seðlabankans. Hagstofan uppfærir vísitölu neysluverðs á miðvikudag og spáir bæði Landsbankinn og Íslandsbanki því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og fari undir 9 prósent, þá í fyrsta sinn í eitt ár. Már segir um eftirspurnarverðbólgu að ræða sem skýrist af því að umsvifin í íslensku hagkerfi séu einfaldlega of mikil. „Við verðum að hætta að tala um að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Að þetta sé Reykjavík að kenna. Að þetta sé hinu og þessu að kenna. Þetta er bara það sem þetta er. Umsvifin eru umfram það sem kerfið þolir. Það er of mikil innlend eftirspurn og það verður auðvitað að kæla hana. Oft segir fólk: Já, það er verðbólga en góðu fréttirnar eru að það er mikill hagvöxtur. Það er hins vegar bara hin hliðin á sama peningnum,“ er haft eftir Má í Vísbendingu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir raskar stýrivaxtahækkanir. vísir/vilhelm Már bætir við að verðstöðugleiki geti ekki verið eina markmið stjórnvalda sem þurfi einnig að huga að fórnarkostnaði og almannahag í víðari skilningi. Erfitt sé að gera stórtæka atlögu að verðbólgunni án þess að slíkar aðgerðir hafi neikvæðar afleiðingar fyrir fólk og fyrirtæki. „Það er auðvitað hægt að ná niður verðbólgu á morgun með nógu drastískum aðgerðum. Með því að tæma hús, senda fólk úr landi í stórum stíl og loka heilu atvinnugreinunum. Þá dettur þenslan niður. En það er ekki það sem við viljum. Við viljum hafa aðlögunarferli að þessu markmiði og forðast of mikinn fórnarkostnað af of snöggri niðurkeyrslu verðbólgunnar. Við viljum gefa okkur tíma til þess.“ Stýrivaxtahækkanir þyrnir í augum Seðlabankinn hefur brugðist við þrálátri verðbólgunni með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum sem hafa leitt til aukins vaxtakostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki. Hafa stýrivextir verið færðir úr 3,75 í 8,75 prósent á rétt rúmu ári. Hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hlotið nokkra gagnrýni fyrir framgöngu sína, ekki síst frá verkalýðsforkólfum. Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóri hefur kallað eftir heildarlausn við verðbólguvandanum og sagt forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfa að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent í júní. Að sögn bankans hefur þróun á íbúðamarkaði haft mikil áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og muni sömuleiðis gera það í júní þó að íbúðaverð hækki talsvert hægar en mánuðina á undan. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar þegar hún mældist 10,2 prósent. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni fyrr í mánuðinum að hann teldi að verðbólgan komi til með að lækka hraðar en spár geri ráð fyrir.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42
Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55
Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent