Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 17:09 Drake er kominn á nýjar slóðir með ljóðabókarútgáfu sinni. Hann heldur þó vafalaust áfram að gefa út slagara eins og honum einum er lagið. Samsett/Getty/Skjáskot Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindi Drake frá því að hann væri að vinna að ljóðabók. Sú er núna loksins komin út. Ljóðabókin ber titilinn Titlar eyðileggja allt: Vitundarstreymi (e. Titles Ruin Everything: A Stream of Consciousness), er 168 síður og er skrifuð í samstarfi við Kenza Samir, samstarfsfélaga Drake til margra ára. Meðal umfjöllunarefna eru samkvæmt vefsíðu útgefandans Phaidon „rómantík, frægð og ástarsambönd“. Þar er líka hægt að forpanta bókina á aðeins 14,95 pund. Ljóðabókin er fallega blá og skemtilega hönnuð þannig að mér sér kápuskreytingu hennar bara í heild sinni ef maður opnar hana.Skjáskot Drake hefur auglýst bókina í fréttamiðlum og fréttablöðum með QR-kóða sem leiðir fólk að vefsíðunni titlesruineverything.com. Þar tekur við manni hvítur bakgrunnur með skilaboðunum „Ég gerði plötu sem fer með bókinni. Þau segjast sakna gamla Drake, stelpa ekki storka mér“ og vísar þar í sitt eigið lag „Headlines“ af plötunni Take Care. Neðst stendur síðan „FYRIR ALLA HUNDANA“. Hins vegar stendur ekkert um það hvenær platan á að koma út. Skilaboð Drake til aðdáenda um nýju plötuna.Skjáskot Það hefur verið annasamt hjá Drake undanfarið ár, 17. júní á síðasta ári kom út dansplatan Honestly Nevermind og í nóvember sama ár gaf hann út plötuna Her Loss með 21 Savage. Þeir félagar eru síðan að fara á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin sem hefst á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem Drake vísar í: Bandaríkin Ljóðlist Tónlist Menning Hollywood Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári síðan greindi Drake frá því að hann væri að vinna að ljóðabók. Sú er núna loksins komin út. Ljóðabókin ber titilinn Titlar eyðileggja allt: Vitundarstreymi (e. Titles Ruin Everything: A Stream of Consciousness), er 168 síður og er skrifuð í samstarfi við Kenza Samir, samstarfsfélaga Drake til margra ára. Meðal umfjöllunarefna eru samkvæmt vefsíðu útgefandans Phaidon „rómantík, frægð og ástarsambönd“. Þar er líka hægt að forpanta bókina á aðeins 14,95 pund. Ljóðabókin er fallega blá og skemtilega hönnuð þannig að mér sér kápuskreytingu hennar bara í heild sinni ef maður opnar hana.Skjáskot Drake hefur auglýst bókina í fréttamiðlum og fréttablöðum með QR-kóða sem leiðir fólk að vefsíðunni titlesruineverything.com. Þar tekur við manni hvítur bakgrunnur með skilaboðunum „Ég gerði plötu sem fer með bókinni. Þau segjast sakna gamla Drake, stelpa ekki storka mér“ og vísar þar í sitt eigið lag „Headlines“ af plötunni Take Care. Neðst stendur síðan „FYRIR ALLA HUNDANA“. Hins vegar stendur ekkert um það hvenær platan á að koma út. Skilaboð Drake til aðdáenda um nýju plötuna.Skjáskot Það hefur verið annasamt hjá Drake undanfarið ár, 17. júní á síðasta ári kom út dansplatan Honestly Nevermind og í nóvember sama ár gaf hann út plötuna Her Loss með 21 Savage. Þeir félagar eru síðan að fara á tónleikaferðalag um öll Bandaríkin sem hefst á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem Drake vísar í:
Bandaríkin Ljóðlist Tónlist Menning Hollywood Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira